Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1984, Page 40

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1984, Page 40
38 MÚLAÞING XII. Það sýnir glöggt þrek og áræði Eiríks, að hann skyldi ráðast í það um fimmtugt að byggja upp á þessum afskekkta stað, á lítilli nestá undir bröttu fjalli með hengiflug til beggja hliða. Túnið er tafið hafa gefið af sér um tvö kýrfóður í góðum árum. Engjar eru aðeins fáeinir litlir blettir. Heyfengur hefur því ekki dugað til að framfleyta stóru búi. Beitarland er fremur gott, snjólétt í fjallinu og góð fjörubeit. Asetningur var um hestburður á kind. Hestur hefur aldrei verið í Alftavík svo vitað sé, enda lítið með slíkan grip að gera þar. Leiðir til annarra byggðarlaga liggja eftir rákum milli hamrabelta og yfir fjallið, naumast færar nema brattgengum mönnum. Samgöngur voru því að mestu sjó- leiðis. Talið er þó, að oftast hafi verið fært á landi, þegar veður hamlaði sjóferðum. I Alftavík er sjálfgerð höfn, nefnd Lotna; djúpt lón í vari bak við tröUahlað. I hlaðinu er skarð, sem er nógu djúpt og breitt til að róa þar inn allstórum bát, en lónið fyrir innan 50—100 m breitt. Stutt er á gjöful mið á Seyðisfjarðarflóa eða norður með Víkum, og auðvelt að hleypa inn á Seyðisfjörð eða Loðmundarfjörð, ef veður herti að óvörum. Agætar lýsingar á landsháttum í Alftavík er að finna í Austurlandi IV, eftir Halldór Stefánsson, og í ritinu Sveitir og jarðir í Múlaþingi. Sjávarkotunum Eldleysu og Alftavík, og raunar einnig Grund í Dala- kálki, svipar að ýmsu leyti saman. Landnytjar á þessum jörðum nægja ekki til að framfleyta lífvænlegu búi. Að vísu mátti afla heyja annars staðar og flytja heim, sjóleiðis eða á landi, og hefur eflaust eitthvað verið gert, en hitt hefur þó legið beinna við, að róa út á opna flóana og draga þar fisk. Halldór Stefánsson hefur líklega fyrstur manna bent á, að Eiríkur sé í manntalsskýrslum talinn hafa framfæri sitt að meirihluta af sjósókn fyrr en nokkur annar sjávarbóndi á norðanverðum Austfjörðum, og hafi því verið einskonar undanreiðarmaður útvegsbændastéttarinnar, sem varð all-umsvifamikil austanlands á seinni helmingi 19. aldar. Þetta er vafa- laust rétt, en sterk rök benda til þess, að ýmsir sjávarbændur hafi um alllangt skeið verið búnir að afla meirihluta tekna sinna með sjósókn áður farið var að skrá það í opinberum skýrslum. Eiríkur bóndi á Eld- leysu, hinu gamla útveri Mjófirðinga, var einn þeirra, eins og vikið hefur verið að fyrr í þessum þætti. Eiríkur er talinn hafa flutt frá Dvergasteini til Alftavíkur 1829. Býhð er þó ekki nefnt í sóknarmannatali Klyppsstaðarsóknar fyrr en 1830. Eiríkur er þá bóndi þar, „hæglátur og greiðvikinn“. Margrét er „skikk-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.