Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1984, Qupperneq 40
38
MÚLAÞING
XII.
Það sýnir glöggt þrek og áræði Eiríks, að hann skyldi ráðast í það um
fimmtugt að byggja upp á þessum afskekkta stað, á lítilli nestá undir
bröttu fjalli með hengiflug til beggja hliða. Túnið er tafið hafa gefið af
sér um tvö kýrfóður í góðum árum. Engjar eru aðeins fáeinir litlir
blettir. Heyfengur hefur því ekki dugað til að framfleyta stóru búi.
Beitarland er fremur gott, snjólétt í fjallinu og góð fjörubeit. Asetningur
var um hestburður á kind. Hestur hefur aldrei verið í Alftavík svo vitað
sé, enda lítið með slíkan grip að gera þar. Leiðir til annarra byggðarlaga
liggja eftir rákum milli hamrabelta og yfir fjallið, naumast færar nema
brattgengum mönnum. Samgöngur voru því að mestu sjó-
leiðis. Talið er þó, að oftast hafi verið fært á landi, þegar veður hamlaði
sjóferðum.
I Alftavík er sjálfgerð höfn, nefnd Lotna; djúpt lón í vari bak við
tröUahlað. I hlaðinu er skarð, sem er nógu djúpt og breitt til að róa þar
inn allstórum bát, en lónið fyrir innan 50—100 m breitt. Stutt er á gjöful
mið á Seyðisfjarðarflóa eða norður með Víkum, og auðvelt að hleypa
inn á Seyðisfjörð eða Loðmundarfjörð, ef veður herti að óvörum.
Agætar lýsingar á landsháttum í Alftavík er að finna í Austurlandi IV,
eftir Halldór Stefánsson, og í ritinu Sveitir og jarðir í Múlaþingi.
Sjávarkotunum Eldleysu og Alftavík, og raunar einnig Grund í Dala-
kálki, svipar að ýmsu leyti saman. Landnytjar á þessum jörðum nægja
ekki til að framfleyta lífvænlegu búi. Að vísu mátti afla heyja annars
staðar og flytja heim, sjóleiðis eða á landi, og hefur eflaust eitthvað
verið gert, en hitt hefur þó legið beinna við, að róa út á opna flóana og
draga þar fisk.
Halldór Stefánsson hefur líklega fyrstur manna bent á, að Eiríkur sé í
manntalsskýrslum talinn hafa framfæri sitt að meirihluta af sjósókn fyrr
en nokkur annar sjávarbóndi á norðanverðum Austfjörðum, og hafi því
verið einskonar undanreiðarmaður útvegsbændastéttarinnar, sem varð
all-umsvifamikil austanlands á seinni helmingi 19. aldar. Þetta er vafa-
laust rétt, en sterk rök benda til þess, að ýmsir sjávarbændur hafi um
alllangt skeið verið búnir að afla meirihluta tekna sinna með sjósókn
áður farið var að skrá það í opinberum skýrslum. Eiríkur bóndi á Eld-
leysu, hinu gamla útveri Mjófirðinga, var einn þeirra, eins og vikið
hefur verið að fyrr í þessum þætti.
Eiríkur er talinn hafa flutt frá Dvergasteini til Alftavíkur 1829. Býhð
er þó ekki nefnt í sóknarmannatali Klyppsstaðarsóknar fyrr en 1830.
Eiríkur er þá bóndi þar, „hæglátur og greiðvikinn“. Margrét er „skikk-