Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1984, Blaðsíða 72
70
MULAÞING
húsi“ 1891. Húsnúmer er ekki að marka. Manntölin virðast tekin eftir
röð húsa og þegar nýtt hús kemur inn í röðina breytast númerin.
Nú fer í hönd fremur gloppótt vitneskja um húsið og notkun þess, t.d.
hve lengi Jón Magnússon verslaði þar, en þrennt hefur þó komið í
leitirnar og þó aðallega eitt atriði í sögu þess.
I fyrsta lagi var þar starfræktur barnaskóli. Guðmundur Magnússon
fræðslustjóri hefur komist að því og fundið a.m.k. eina skólahalds-
skýrslu því til sönnunnar. Og líkur benda til að svo hafi verið fleiri
vetur. Elsta skýrslan er frá vetrinum 1894-1895. Þá er kennt á Búðar-
eyri, en ekki víst að kennt hafí verið í þessu húsi, því að börnin voru
aðeins fjögur að tölu.
Næsta skýrsla er frá vetrinum 1897-1898. Þá var kennt í Tærgesens-
húsi og segir svo í inngangi skýrslunnar: „Skólinn var settur niður á
Búðareyri og leigt hús til hans hjá herra Jóni kaupmanni Magnússyni á
Eskifírði.“ Skólinn hafði þrjú herbergi til umráða, ,,góð herbergi með
ágætum ofnum,“ segir kennarinn, Sigurður Vigfússon. Alls voru börn-
in 12 og herbergin, sem skólinn leigði, þrjú, kennslustofa í einu, leik-
stofa í öðru og hið þriðja íbúð kennarans. Smíðuð voru skólahúsgögn
fyrir 90 krónur, og skólakostnaður varð alls 626 krónur að meðtöldu
kaupi kennarans í 7V2 mánuð, kaupið 375 krónur.
Næsta skýrsla, sem Guðmundur hefur fundið, er frá vetrinum 1900-
1901. Þá er kennt á Búðareyri, en ekki kemur fram hvar kennt er.
Guðmundur telur að varla hafí annað hús en Tærgesenshúsið komið til
greina. Börn voru þá 23 í skólanum og tæpast rými fyrir þá tölu í
bindindishúsinu Skál, þar sem stundum var að vísu kennt að sögn
Alberts J. Finnbogasonar sem kveðst hafa verið þar í skóla, en það var
síðar því að hann er fæddur árið 1900. Kennari þennan vetur (1900-
1901) var Steinn Jónsson frá Gerði í Suðursveit.
Arið 1904—1905 kenndi Sveinbjörn P. Guðmundsson 17 bömum í
„Teigagerðis-Klöpp (Búðareyri)“ (þannig í skýrslunni) og er með 17
börn, „trúlega í þeirri góðu gömlu búð,“ segir Guðmundur, en örugg
vitneskja liggur ekki fyrir um barnaskólastað í Tærgesenshúsi nema
þetta eina skólaár sem áður er tilgreint.
Onnur vitneskja um notkun þessa húss skýtur upp kollinum í grein í
tímaritinu Gerpi, desemberblaðinu 1947, bls. 30, þ.e. í grein eftir Gísla
í Skógargerði um alþingiskosningarnar 1903 og Steindór Hinriksson á
Dalhúsum. Þá var kosið í heyranda hljóði og kjörstaður aðeins einn í
hvorri sýslu. Gísli segir: