Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1984, Page 76

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1984, Page 76
74 MÚLAÞING vesturendann og þriðju dyrnar settar á vesturendann, en áður var inn- gangur á vesturstafni. Uppi á loftinu var stór geimur undir súð á báða vegu. Þar fór fram ullarmóttakan og öll vinna við ullina, flokkun, mat og pökkun í stóra sekki sem nefndust ballar. Þarna átti húsdraugurinn að halda til. Magnús telur að íbúðarherbergin sem nefnd eru í matsgerðinni fyrir 1920, hafi verið í austurendanum, en man ekki glöggt eftir þeim. Kvist- urinn á suðurhliðinni kom ekki fyrr en húsinu var breytt í gistihús eftir 1938. Nú sé eg ekki ástæðu til að hafa þessa hússögu lengri, en eftir að hafa lent inn á ýmsar blindgötur, sem sumar eru í þessum samsetningi hér að framan, langar mig til að draga saman aðalatriði sögunnar í stuttu máli og hafa það sem mér þykir trúlegast: Danskur útgerðar- og verslunarmaður frá Suðurey í Færeyjum, Peter Tærgesen að nafni, byggir húsið 1880 úti í Litlu-Breiðuvík fyrir útgerð- araðstöðu. Fiskveiðarnar ganga yfirleitt heldur illa, og hann verður gjaldþrota árið 1886 og eignirnar eru seldar. Tærgesen kemst í peninga hjá dönskum verslunarmanni og kaupir eignirnar. Oljóst er allt um árin 1886—1889, en á þeim árum eða 1890 eignast Jón Magnússon húsið, flytur það inn á Búðareyri vorið 1890 og stofnar þar verslun. Hann verslar þar a.m.k. til 1897 eða kannski lengur. Síðan er þar barnaskóli eitt eða fleiri ár og eftir það stendur húsið autt til 1912. Þá kaupir Kaupfélag Héraðsbúa það og notar sem aðalverslunarhús til 1938. Þá er því breytt að innan og settur á það kvistur. Síðan gistihús og við og við gerðar á því ýmsar endurbætur sem hér er ekki kostur að rekja. Enn er það í góðu gildi og verður væntanlega um langa framtíð, a.m.k. meðan stendur sú húsfriðunarstefna sem nú ríkir. Ymislegt vantar í þessa sögu - og þá ef til vill fyrst og fremst skýringu á hinum dularfullu fyrirbærum sem menn hafa þóst verða varir, reim- leikasagan óútskýrð. Eg held raunar að vel fari á því. Hví skyldi ekki mega leika dul um vel aldargamalt hús? Sumir trúa á svipinn, aðrir ekki, t.d. Magnús Guðmundsson. Hann fullyrðir að enginn hafí svipinn séð, og það sem heyrðist á loftinu fyrrum hafi verið krafs og klór í rottum milli þils og veggja. Ekki þori eg að ábyrgjast að skoðun Magnúsar sé rétt, enda þótt mér virðist Peter Tærgesen ekki líklegur til að valda yfírnáttúrlegum fyrirbærum, harðstakkaður kaupmaður og út- gerðarmaður - en það er gamalt mál og miklu eldra en húsið að tarna að
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.