Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1984, Side 88
86
MULAÞING
draga. Ekki finnst fjölskyldan heldur í manntali Stafafellssóknar og má
vera að prestarnir hvor um sig hafi talið byggð þessa í Víðidal óviðkom-
andi sinni sókn.
En hér gripu örlögin í taumana með harmsögulegum afleiðingum! A
þrettánda degi jóla næsta vetur hljóp snjóflóð á bæinn er Þorsteinn
hafði nýlokið húslestrinum og fórst hann ásamt báðum drengjunum.
Mæðgurnar hljóta að hafa verið í göngum eða eldhúsi og sluppu, Olöf að
vísu viðbeinsbrotin. Lifðu þær við harmkvæli í rústunum og höfðu helst
hrátt hangikjöt og slátur sér til matar en húsdýr öll fórust í snjóflóðinu.
Eru þær taldar hafa verið þarna 5—6 vikur uns þær afréðu að koma sér
til byggða sökum vistaskorts. Gengu þær fyrst norður Víðidal en
stefndu síðan austur til Geithellnadals í von um að komast til bæja. Þá
villtust þær og grófu sig í fönn en eftir þrjú dægur komu þær fram á
svonefnda Sniðabrún fyrir ofan bæinn Hvannavelli. Var nú niður hjarn-
brekku að fara og treystu þær sér ekki lengra en kúrðu þarna á svellaðri
klettasyllu næstu nótt. Jón Jónsson hét vinnumaður um tvítugsaldur á
Hvannavöllum og stóð yfir fé niðri í dalnum fram að ljósaskiptum um
kvöldið. Þegar hann kom inn frá gegningum, sagðist hann hafa séð
einhverju kviku bregða fyrir við stein uppi á Sniðabrúninni rétt fyrir
rökkrið. Varð umræða um þetta í bænum um kvöldið og næsta morgun
var farið að athuga þetta. Fundust mæðgurnar þarna aðframkomnar en
þó tókst að bjarga þeim. Jón var frá Skálafellsseli í Suðursveit og bróðir
Ragnhildar, sem síðar bjó í Víðidal og kemur mjög við þessa sögu.
Ekkert finnst um framangreind atvik í prestsþjónustubókum en
mæðgurnar finnast aftur á manntali Hofssóknar árið 1849. Lík feðg-
anna munu hafa verið tekin úr rústum bæjarins sumarið eftir og þeir
jarðsettir þarna í túninu, - utan við lög og rétt kirkjunnar. En slysasögu
afkomenda Ölafar lauk ekki með þessu því ári síðar drukknaði Nikulás
sonur hennar í Berufirði ásamt fleiri mönnum. Næstu ár var Ólöf í
vistum í Álftafirði en eftir að dætur hennar giftust bændum á Berufjarð-
arströnd, dvaldist hún hjá þeim. Halldóra giftist Ólafi Árnasyni á Karls-
stöðum en Guðný giftist Eiríki Pálssyni á Grundarstekk. Þar lést Ólöf
úr holdsveiki 6. október 1865 nærri sextug að aldri. Guðný dóttir hennar
flutti til Seyðisfjarðar um 1880 eftir lát manns síns og þar fórst hún í
snjóflóðinu mannskæða á öskudaginn 1885. Dóttir hennar, Ingibjörg,
fórst þar einnig en sonur Guðnýjar, Sigurður að nafni, slapp úr snjóflóð-
inu og bjó síðar að Höfðabrekku í Mjóafirði. Hann átti tvö börn, son er
hét Davíð og fórst með báti er hét Alfa og gerði Sigurður þann bát út, en
dóttir Sigurðar hét Helga og beið bana af raflosti, að því er talið var, á