Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1984, Page 93
múlaþing
91
nýbýli í Stafafellsfjöllum. Þá eru þau aðeins þrjú í heimili en árið 1885
hafa þau líklega fengið byggingarbréf fyrir Víðidal og Kollumúla. Það ár
kemur fjórða persónan á heimilið, Helga Þorsteinsdóttir, sem síðar
varð kona Jóns. Hún var dóttir Þorsteins Ingimundarsonar á Skálafelli í
Suðursveit en móðir hennar var Þórlaug systir Ragnhildar. Þetta ár
virðast þau hafa gert ráð fyrir að búa áfram í dalnum og hefjast handa
um efnisaðdrætti í nýjan og stærri bæ. Arið 1886 flytja þangað Snjólfur
Eiríksson vinnumaður frá Markúsarseli í Flugustaðadal í Álftafirði og
Auðbjörg Jónsdóttir frá Geithellum, önnur systir Ragnhildar. Var hún
einnig vinnukona hjá þeim nokkur ár, meðan þau bjuggu á Hvannavöll-
um, en á Geithellum hafði hún verið vinnukona hjá Jóni bróður þeirra.
Við árslok 1886 er Grundar fyrst getið í sóknarmannatali Stafafells-
kirkju og eru þá áðurnefndar sex persónur þar í heimili. Næsta vor
flytur Snjólfur Eiríksson burtu til Jökuldals og er á Grund á Efra-Dal og
á Eiríksstöðum næstu 10 árin en síðan á Brú, uns hann flytur í Víðihóla í
Jökuldalsheiðinni árið 1901. Eftir tvö ár þar flytur hann til Ameríku
ásamt konu sinni, Ehsabetu Arnbjarnardóttur og tveimur sonum þeirra
og segir ekki af þeim meira.
Bróðir Helgu, Bjarni Þorsteinsson, kom í stað Snjólfs vorið 1887.
Sótti Jón hann að Smyrlabjörgum í Suðursveit og er frá því sagt í
kaflanum Heimanfarir. Rétt er að nefna nú til sögunnar annan bróður
Helgu. Hét hann Jón og bjó að Bragðavöllum í Hamarsfirði, tengdason-
ur Magnúsar ríka Jónssonar, og verður hans getið síðar. Guðjón, elsti
sonur Helgu og Jóns Sigfússonar fæddist 30. júní en skírður 5. júlí.
Auðbjörg viUtist í grasatínslu 5. ágúst um sumarið. Leitað var en hún
fannst ekki fyrr en 20. ágúst. Hafði komist í hús í Þormóðshvömmum í
Geithellnadal. Sigfús fann hana þarna og var hún enn með lífsmarki.
Fór hann strax út í Kambsel til að fá aðstoð. Þar bjó þá Jón Árnason,
hálfbróðir hans, sem brá skjótt við og fóru þeir inneftir. En Auðbjörg
var látin er þeir komu aftur í Þormóðshvamma. Eru nú sex í heimili við
árslok 1887. En 8. júlí næsta sumar fæðist þeim Helgu og Jóni annar
sonur, sem var skírður heima 28. sama mánaðar og hlaut nafnið Þor-
steinn. Eru sjö í heimili um næstu áramót. Árið 1889 flytur þangað
Sigríður Þorsteinsdóttir vinnukona frá Þingmúla í Skriðdal. Hún var
43 ára og systir Helgu og Bjarna og eru nú 8 manns í heimilinu. Árið
1890 er sama fólk þar en árið 1891 verður breyting á því Sigríður flytur
að Hallormsstað en Kristín Jónsdóttir 26 ára vinnukona kemur í stað-
inn. Hún var dóttir Jóns Antoníussonar bónda í Markúsarseli. Hann bjó
síðar að Bæ í Lóni. Kom hún að Grund klukkan 10 að kvöldi hins 19.