Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1984, Síða 93

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1984, Síða 93
múlaþing 91 nýbýli í Stafafellsfjöllum. Þá eru þau aðeins þrjú í heimili en árið 1885 hafa þau líklega fengið byggingarbréf fyrir Víðidal og Kollumúla. Það ár kemur fjórða persónan á heimilið, Helga Þorsteinsdóttir, sem síðar varð kona Jóns. Hún var dóttir Þorsteins Ingimundarsonar á Skálafelli í Suðursveit en móðir hennar var Þórlaug systir Ragnhildar. Þetta ár virðast þau hafa gert ráð fyrir að búa áfram í dalnum og hefjast handa um efnisaðdrætti í nýjan og stærri bæ. Arið 1886 flytja þangað Snjólfur Eiríksson vinnumaður frá Markúsarseli í Flugustaðadal í Álftafirði og Auðbjörg Jónsdóttir frá Geithellum, önnur systir Ragnhildar. Var hún einnig vinnukona hjá þeim nokkur ár, meðan þau bjuggu á Hvannavöll- um, en á Geithellum hafði hún verið vinnukona hjá Jóni bróður þeirra. Við árslok 1886 er Grundar fyrst getið í sóknarmannatali Stafafells- kirkju og eru þá áðurnefndar sex persónur þar í heimili. Næsta vor flytur Snjólfur Eiríksson burtu til Jökuldals og er á Grund á Efra-Dal og á Eiríksstöðum næstu 10 árin en síðan á Brú, uns hann flytur í Víðihóla í Jökuldalsheiðinni árið 1901. Eftir tvö ár þar flytur hann til Ameríku ásamt konu sinni, Ehsabetu Arnbjarnardóttur og tveimur sonum þeirra og segir ekki af þeim meira. Bróðir Helgu, Bjarni Þorsteinsson, kom í stað Snjólfs vorið 1887. Sótti Jón hann að Smyrlabjörgum í Suðursveit og er frá því sagt í kaflanum Heimanfarir. Rétt er að nefna nú til sögunnar annan bróður Helgu. Hét hann Jón og bjó að Bragðavöllum í Hamarsfirði, tengdason- ur Magnúsar ríka Jónssonar, og verður hans getið síðar. Guðjón, elsti sonur Helgu og Jóns Sigfússonar fæddist 30. júní en skírður 5. júlí. Auðbjörg viUtist í grasatínslu 5. ágúst um sumarið. Leitað var en hún fannst ekki fyrr en 20. ágúst. Hafði komist í hús í Þormóðshvömmum í Geithellnadal. Sigfús fann hana þarna og var hún enn með lífsmarki. Fór hann strax út í Kambsel til að fá aðstoð. Þar bjó þá Jón Árnason, hálfbróðir hans, sem brá skjótt við og fóru þeir inneftir. En Auðbjörg var látin er þeir komu aftur í Þormóðshvamma. Eru nú sex í heimili við árslok 1887. En 8. júlí næsta sumar fæðist þeim Helgu og Jóni annar sonur, sem var skírður heima 28. sama mánaðar og hlaut nafnið Þor- steinn. Eru sjö í heimili um næstu áramót. Árið 1889 flytur þangað Sigríður Þorsteinsdóttir vinnukona frá Þingmúla í Skriðdal. Hún var 43 ára og systir Helgu og Bjarna og eru nú 8 manns í heimilinu. Árið 1890 er sama fólk þar en árið 1891 verður breyting á því Sigríður flytur að Hallormsstað en Kristín Jónsdóttir 26 ára vinnukona kemur í stað- inn. Hún var dóttir Jóns Antoníussonar bónda í Markúsarseli. Hann bjó síðar að Bæ í Lóni. Kom hún að Grund klukkan 10 að kvöldi hins 19.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198
Síða 199
Síða 200
Síða 201
Síða 202
Síða 203
Síða 204
Síða 205
Síða 206
Síða 207
Síða 208

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.