Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1984, Side 111
MÚLAÞING
109
1885, 19. des.: kvörnin látin út í malhús.
1886, 24. júní: við Snjólfur að sækja kvörnina ofan í Leiðartung-
ur.
— 25. júní: við allir í malhústóttinni.
— 26. júní: malhústóttin klár nema ytra þakið.
1887, 28. maí: ég að stappa (eða stoppa) í myllulækinn.
— 11. júlí: ég að smíða myllukallinn.
— 4. ágúst: við að ganga frá vatnsmyllunni.
1888, 14. jan.: við að ganga frá vatnsmyllunni, hún farin að mala.
[ Þetta var þremur dögum eftir að snjóflóðið tók gamla bæinn á Grund.
Atta dögum síðar voru þeir enn að mala].
1893, 4. apríl: við að hreinsa mylluna.
1894, 11. jan.: húðarrigning allan daginn og við orðnir gegndrepa allir
í vatnsmyllunni að grafa fram lækinn.
— 16. febr.: við að moka upp mylluna, svo hún fór að mala.
— 21. mars: þeir að smíða vatnsmylluna, því lækurinn var búinn að
brjóta hana alla í sundur [Bjarni skrifaði þetta].
Ekki verður séð á dagbókunum, hvort þeir hafa ætíð flutt allt sitt
korn ómalað heim í Víðidal, en um allt land finnast myllukofarústir frá
þessum tímum. Þær eru þar, sem vel hagar til með að ná vatni í að-
rennslisskurð að myllukofanum. Vatnið rann síðan gegnum gat á vegg
kofans niður á hjól, sem sneri myllukarlinum. Steinarnir úr myllu Víði-
dalsfeðga eru enn í rústunum á Grund. Vonandi fá þeir að vera þar í
friði framvegis.
Eftir að fjölskyldan var flutt í Bragðavelli, virðist mjög oft hafa verið
malað fyrir ýmsa þar í genndinni, einkum á árunum 1907, 1908 og 1909
og fram til 1915. Sigfús bar korn í mylluna 16. maí 1908 og lést af
hjartaslagi um kvöldið.
Keypt og selt
Til er verslunarreikningur Víðidalsmanna frá Djúpavogi haustið 1883
fyrsta haustið þeirra í Víðidal. Er fróðlegt að bera saman tölur vöru-
verðs við þær sem nú gilda og þá er ekki síður fróðlegt að athuga hvað
keypt var og selt. Kemur þá reyndar í ljós að það var í meginatriðum hið
sama og á sveitabýlum um allt land fram undir miðja 20. öld, þar sem
að mestu var lifað á því sem landið gaf.