Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1984, Page 120

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1984, Page 120
118 MULAÞING vorið 1884. Ekki dregur Þorvaldur úr því að búsetan sé búin að breyta gróðrinum í Víðidal frá því sem var 12 árum fyrr, enda var nú komið tún þar sem áður var víðir og hvannstóð. Hann segir og að allur gróður sé miklum mun smávaxnari utan túns en 12 árum fyrr. En til viðbótar því sem áður var sagt um gestakomur má geta þess að synir Jóns og Helgu voru allir skírðir heima og kostaði það tveggja daga ferð í hvert sinn fyrir prestinn á Stafafelli að skíra þá. Fengu þau þá næturgest í hvert sinn er skíra þurfti. Hér verður að síðustu greint frá komu tveggja gesta, er lögðu leið sína í Víðidal næst síðasta vetrardag vorið 1897. Þeir voru báðir röskleika- menn, rúmlega tvítugir: Arni Antoníusson sendur frá Guðmundi Einarssyni í Markúsarseli og Sigurður Þorleifsson, vinnumaður Jóns Árnasonar í Múla, hálfbróður Sigfúsar í Víðidal. Guðmundur og Jón höfðu komið sér saman um að senda menn til að vitja um fólkið í Víðidal, en ekkert hafði frést af því, nærri tvo mánuði. Jón Sigfússon hafði þennan tíma brugðið árlegri venju sinni að skreppa til Djúpavogs en allir gerðu sér ljóst að mikil fannfergi hafði orðið á hálendinu. Datt mönnum jafnvel í hug að snjóflóð hefði fallið á bæinn eða að fólkið væri innilokað beinhnis vegna snjómagnsins. Þeir lögðu af stað snemma morguns frá Markúsarseli. Veður var gott og færi á gaddinum en er þeir sáu yfir Víðidalinn, örlaði ekki á dökkri þúst, aðeins hjarnbreiðan. Þeir vissu þó, hvar bæjarins mundi vera að leita og er þeir nálguðust, sást þekjan á honum upp úr fannaþelinu. Þeir gengu suður fyrir þústina en þar var gluggi, sem stóð hálfopinn og var slétt að honum. Heyrðist mikil gleði inni og söngur barst til komumanna. Sigfús eldri sat við borð til hliðar við gluggann, spratt upp og sagði: ,,Það eru komnir menn.“ Var hann um leið kominn til þeirra út á fönnina, hafði þó farið um bæjardyrnar en ekki út um gluggann. En mönnum og búpeningi leið vel í Víðidal, gestirnir fengu bestu veitingar, fjörugar samræður urðu um kvöldið og síðan var þeim búin gisting. Jón fór með þeim daginn eftir, er þeir héldu til baka, en þá fór hann til Djúpavogs. Hann greinir frá þessu í ritgerð sinni, er hann skrifaði um sumarmálin, eftir að hann kom heim úr Djúpavogsferðinni, en þá hefur hann líka lagt á ráðin um það hversu haga skyldi flutningunum frá Víðidal síðar um vorið.1 1 Heimildir um þessa síðustu gestakomu í Víðidal eru tvær: í fyrsta lagi ritgerð Jóns, dagsett 24. apríl 1897 og hin er bók Guðmundar Eyjólfssonar frá Þvottá, Heyrt og munað, bls. 127 - 128. Isafoldarprentsmiðja gaf bókina út árið 1978 en Einar Bragi bjó hana til prentunar.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.