Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1984, Side 158

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1984, Side 158
156 MULAÞING þyngstri raun árið 1915 er Þorsteinn sonur hans lést úr lungnabólgu. Hann var af öllum talinn mikill efnismaður og völundur í höndum. Hár og skegg Jóns hvítnaði á skömmum tíma eftir lát Þorsteins. Ragnhildur lést 5. nóvember 1917 og vantaði þá 13 daga í 91 árs aldur. Hún hélt góðri sjón til æviloka og þakkaði það neftóbaksnotkun sinni. Arin þok- uðust áfram og settu sitt mark á þau fjögur, sem voru nú í heimili Jóns, uns Margrét lést árið 1945 og eru þeir þá þrír feðgarnir í heimilinu. Sigfús yngri dvaldi á Bragðavöllum alla ævi eftir að hann kom af mál- leysingjaskólanum og er talinn bóndi eftir lát föður síns. Hann var félagslyndur, eftirtektarsamur og greindur og þótti t.d. geta gert af- burða skemmtilegar látbragðs-eftirhermur. Guðjón var miklu lokaðri og ekki eins frjálslegur og bróðir hans. Af dagbókum Jóns má ráða að Margrét hafi haft einna best lag á að umgangast Guðjón, því hún tók hann oft með sér þegar hún fór að heiman. Hann átti samfellt heima á Bragðavöllum frá 1916 til dauðadags 28. febrúar árið 1954. Sigfús lést 17. maí 1971. En í Bragðavallatúni er mikill grjótgarður, sem minnir á frábæra elju þessara mállausu bræðra. Þeir hlóðu líka annan garð, sem er innan við bæinn en minna ber á honum. Er vel þess virði fyrir ferðalanga, sem eiga leið um hringveginn að skreppa heim að Bragða- völlum og fá að líta á garðana. Grjótið í garðinn úti á túninu var tekið upp úr skriðunni, sem fór þarna yfir í september 1906 og kom úr Mið- mundagilinu. Átti garðurinn að vera til varnar aurrennsli. Jón Sigfússon var eðlisgreindur maður og gerhugull en vegna ein- angrunar í æsku virtist hann stundum barnalegur við fyrstu kynni. En hann var mesta snyrtimenni í verkum og klæðaburði og bókband hans var dáð af öllum, sem það sáu og vit höfðu á. I raun og veru var hann brot af náttúrufræðingi og lærði að þekkja margar jurtir, þegar Þorvald- ur Thoroddsen var nokkra daga í Víðidal sumarið 1894 og fylgdi honum til Fljótsdalshéraðs. Jón grúskaði einnig í jarðlögum og sem dæmi um það má vitna í dagbók hans 22. október 1886: ,,Við Snjólfur að taka mosa úti á flám. Gengum í Sviftungnagil að gamni okkar alveg upp í grastungur, sem eru framan í Grísatungum. Þar fundum við af 4-um, sem einhvern tíma hafa drepist þar úti. Yið fórum upp allt gihð að neðan og þurftum 22 sinnum að fara yfir ána, sem fellur ofan það og ofan í Víðidalsá. Fundum efst í gihnu einkennilega hvítan smiðjumó eða kalk.“ Lengst má minnast athygli Jóns er hann fann tvo rómverska peninga í Djúpabotni, dáhtlu dalverpi suðaustur frá bænum á BragðavöUum. Jón fann annan peninginn árið 1905 og er sá frá dögum Probusar keis-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.