Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1984, Síða 158
156
MULAÞING
þyngstri raun árið 1915 er Þorsteinn sonur hans lést úr lungnabólgu.
Hann var af öllum talinn mikill efnismaður og völundur í höndum. Hár
og skegg Jóns hvítnaði á skömmum tíma eftir lát Þorsteins. Ragnhildur
lést 5. nóvember 1917 og vantaði þá 13 daga í 91 árs aldur. Hún hélt
góðri sjón til æviloka og þakkaði það neftóbaksnotkun sinni. Arin þok-
uðust áfram og settu sitt mark á þau fjögur, sem voru nú í heimili Jóns,
uns Margrét lést árið 1945 og eru þeir þá þrír feðgarnir í heimilinu.
Sigfús yngri dvaldi á Bragðavöllum alla ævi eftir að hann kom af mál-
leysingjaskólanum og er talinn bóndi eftir lát föður síns. Hann var
félagslyndur, eftirtektarsamur og greindur og þótti t.d. geta gert af-
burða skemmtilegar látbragðs-eftirhermur. Guðjón var miklu lokaðri og
ekki eins frjálslegur og bróðir hans. Af dagbókum Jóns má ráða að
Margrét hafi haft einna best lag á að umgangast Guðjón, því hún tók
hann oft með sér þegar hún fór að heiman. Hann átti samfellt heima á
Bragðavöllum frá 1916 til dauðadags 28. febrúar árið 1954. Sigfús lést
17. maí 1971. En í Bragðavallatúni er mikill grjótgarður, sem minnir á
frábæra elju þessara mállausu bræðra. Þeir hlóðu líka annan garð, sem
er innan við bæinn en minna ber á honum. Er vel þess virði fyrir
ferðalanga, sem eiga leið um hringveginn að skreppa heim að Bragða-
völlum og fá að líta á garðana. Grjótið í garðinn úti á túninu var tekið
upp úr skriðunni, sem fór þarna yfir í september 1906 og kom úr Mið-
mundagilinu. Átti garðurinn að vera til varnar aurrennsli.
Jón Sigfússon var eðlisgreindur maður og gerhugull en vegna ein-
angrunar í æsku virtist hann stundum barnalegur við fyrstu kynni. En
hann var mesta snyrtimenni í verkum og klæðaburði og bókband hans
var dáð af öllum, sem það sáu og vit höfðu á. I raun og veru var hann
brot af náttúrufræðingi og lærði að þekkja margar jurtir, þegar Þorvald-
ur Thoroddsen var nokkra daga í Víðidal sumarið 1894 og fylgdi honum
til Fljótsdalshéraðs. Jón grúskaði einnig í jarðlögum og sem dæmi um
það má vitna í dagbók hans 22. október 1886: ,,Við Snjólfur að taka
mosa úti á flám. Gengum í Sviftungnagil að gamni okkar alveg upp í
grastungur, sem eru framan í Grísatungum. Þar fundum við af 4-um,
sem einhvern tíma hafa drepist þar úti. Yið fórum upp allt gihð að
neðan og þurftum 22 sinnum að fara yfir ána, sem fellur ofan það og
ofan í Víðidalsá. Fundum efst í gihnu einkennilega hvítan smiðjumó eða
kalk.“
Lengst má minnast athygli Jóns er hann fann tvo rómverska peninga
í Djúpabotni, dáhtlu dalverpi suðaustur frá bænum á BragðavöUum.
Jón fann annan peninginn árið 1905 og er sá frá dögum Probusar keis-