Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1984, Page 172

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1984, Page 172
170 MÚLAÞING Þegar ég heyrði Fáskrúðsfjarðar fyrst getið hafði ég hvorki hugmynd um staðinn né í hverju gildi hans var fólgið. Og þannig mun flestum lesenda minna hér í vikublaðinu farið. Það er þess vegna ekki úr vegi að veita nokkra vitneskju um hann áður en gerð verður grein fyrir hversu mikils verður hann hefur verið fyrir starfsemi vora. Eins og nafnið bendir til er hér um fjörð að ræða. Hann er á austur- strönd Islands, skáldaeyjunnar sögufrægu, skammt undan 65. gráðu norðlægrar breiddar. Mér var sagt að þar væru aðeins örfá hús, en nóg af sudda og regni sem kuldinn breytti svo eftir aðstæðum. Séra Frede- riksen sagði þess vegna við mig að skilnaði: „Vertu hughraustur, sonur, þótt dvölin þarna eystra verði ekki sem ánægjulegust. Eg hef aðeins einu sinni orðið þunglyndur um dagana og það var þegar ég var á Fáskrúðsfirði.“ Þetta voru auðvitað ekki sérlega uppörvandi kveðjuorð við brottför- ina frá Reykjavík. En ég hugsaði með mér: „Margt htur verr út í fjarlægð en þegar nær er komið. Þetta skánar með tímanum, við nánari kynni og ráðrúm til þess að líta í kringum sig.“ Eftir hálfsmánaðar siglingu kom ég til Fáskrúðsfjarðar 12. apríi 1897. Ég fékk tækifæri til þess að fylgjast með lífríkinu við ís- landsstrendur á leiðinni, enda nóg um borð í „Thyru“ sem hægt var að fleygja í ránfuglana á norðurslóðum. Veður var ekki sem best og voru því fyrstu áhrifin heldur ömurleg. Þó var eitt sem gladdi mig þegar í upphafi. Húsin voru ekki aðeins þrjú, eins og mér hafði verið sagt, heldur einhvers staðar milli 40 og 50 að tölu. Þar sem ég var þreyttur eftir ferðalagið reyndi ég allt sem ég gat til þess að komast sem fyrst í land, enda hafði ég þegar komið auga á bát sem róið var í áttina til skips. I bátnum var ungur maður og knálegur. Nú vissi ég að á staðnum var franskur stjórnarfulltrúi. Ég gat mér þess vegna til að það hlyti að vera hann sem var að koma og kallaði til hans: „Er þetta ræðismaður- inn?“ Svarið var játandi, og þar með var vandinn leystur. Ég fór niður í bátinn og fann þegar fyrir látleysi hans og hugulsemi sem hafði góð áhrif á mig. Ég fann að enda þótt náttúruskilyrði væru óhæg hér um slóðir mundi hann bæta þar um með háttvísi sinni og fáguðu viðmóti. Þessi fyrstu hugboð mín reyndust rétt. Eftir þriggja mánaða dvöl get ég með góðri samvisku borið Tuliniusi ræðismanni1 þann vitnisburð að 1 Ræðismaður Frakka á Búðum við Fáskrúðsfjörð var um þessar mundir Carl Andreas Tulinius, sonur Carls Daniels Tuliniusar frá Slésvík (1835-1905), kaupmanns á Eski- firði. Carl Andreas fæddist árið 1864. Hann var vel látinn maður og andaðist aðeins 37 ára að aldri 18. júlí 1901.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.