Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1984, Blaðsíða 172
170
MÚLAÞING
Þegar ég heyrði Fáskrúðsfjarðar fyrst getið hafði ég hvorki hugmynd
um staðinn né í hverju gildi hans var fólgið. Og þannig mun flestum
lesenda minna hér í vikublaðinu farið. Það er þess vegna ekki úr vegi að
veita nokkra vitneskju um hann áður en gerð verður grein fyrir hversu
mikils verður hann hefur verið fyrir starfsemi vora.
Eins og nafnið bendir til er hér um fjörð að ræða. Hann er á austur-
strönd Islands, skáldaeyjunnar sögufrægu, skammt undan 65. gráðu
norðlægrar breiddar. Mér var sagt að þar væru aðeins örfá hús, en nóg
af sudda og regni sem kuldinn breytti svo eftir aðstæðum. Séra Frede-
riksen sagði þess vegna við mig að skilnaði: „Vertu hughraustur,
sonur, þótt dvölin þarna eystra verði ekki sem ánægjulegust. Eg hef
aðeins einu sinni orðið þunglyndur um dagana og það var þegar ég var á
Fáskrúðsfirði.“
Þetta voru auðvitað ekki sérlega uppörvandi kveðjuorð við brottför-
ina frá Reykjavík. En ég hugsaði með mér: „Margt htur verr út í
fjarlægð en þegar nær er komið. Þetta skánar með tímanum, við nánari
kynni og ráðrúm til þess að líta í kringum sig.“
Eftir hálfsmánaðar siglingu kom ég til Fáskrúðsfjarðar 12.
apríi 1897. Ég fékk tækifæri til þess að fylgjast með lífríkinu við ís-
landsstrendur á leiðinni, enda nóg um borð í „Thyru“ sem hægt var að
fleygja í ránfuglana á norðurslóðum. Veður var ekki sem best og voru
því fyrstu áhrifin heldur ömurleg. Þó var eitt sem gladdi mig þegar í
upphafi. Húsin voru ekki aðeins þrjú, eins og mér hafði verið sagt,
heldur einhvers staðar milli 40 og 50 að tölu. Þar sem ég var þreyttur
eftir ferðalagið reyndi ég allt sem ég gat til þess að komast sem fyrst í
land, enda hafði ég þegar komið auga á bát sem róið var í áttina til
skips. I bátnum var ungur maður og knálegur. Nú vissi ég að á staðnum
var franskur stjórnarfulltrúi. Ég gat mér þess vegna til að það hlyti að
vera hann sem var að koma og kallaði til hans: „Er þetta ræðismaður-
inn?“ Svarið var játandi, og þar með var vandinn leystur. Ég fór niður í
bátinn og fann þegar fyrir látleysi hans og hugulsemi sem hafði góð
áhrif á mig. Ég fann að enda þótt náttúruskilyrði væru óhæg hér um
slóðir mundi hann bæta þar um með háttvísi sinni og fáguðu viðmóti.
Þessi fyrstu hugboð mín reyndust rétt. Eftir þriggja mánaða dvöl get ég
með góðri samvisku borið Tuliniusi ræðismanni1 þann vitnisburð að
1 Ræðismaður Frakka á Búðum við Fáskrúðsfjörð var um þessar mundir Carl Andreas
Tulinius, sonur Carls Daniels Tuliniusar frá Slésvík (1835-1905), kaupmanns á Eski-
firði. Carl Andreas fæddist árið 1864. Hann var vel látinn maður og andaðist aðeins 37
ára að aldri 18. júlí 1901.