Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1988, Qupperneq 41
MÚLAÞING
39
í Loömundarfjörðinn, að Seljamýri með öll börn sín. Og enn flytjast
þau eftir tvö ár, því kirkjubók Klyppstaðarsóknar segir þau flytja að
Meðalnesi í Fellum árið 1859. í ljós kemur þó að þaubúaáMiðhúsaseli,
sem var hjáleiga frá Meðalnesi. Stundum var búið þar á 19. öld en
annars voru þar beitarhús. Þarna bjuggu þau tvö ár en flytjast í »Vet-
urhús í Norðurheiði« vorið 1861. Hér má geta þeirrar gömlu málvenju
á Héraði að austur og norður standast á. Norðurheiði er þá Jökuldals-
heiði en Austurheiði mundi vera Fljótsdalsheiði. Jökuldalsheiðinni er
þó einnig skipt samkvæmt málvenju á Dalnum í Norðurheiði og Suður-
heiði og mun það eiga við hér.
Víkjum nú lítillega að byggðarsögu Jökuldalsheiðar. Fyrst var byggt
á Háreksstöðum 1841 og síðan á hverju býlinu eftir annað fram um
1860. Þá voru öll býlin byggð, þótt búseta stæði stutt á fáeinum býlum.
A Heiðarseli í Suðurheiðinni var byggt upp sumarið 1859. Frumbyggjar
voru Jón Þorsteinsson (1573) frá Brú og Kristín (1667) Jónsdóttir frá
Hákonarstöðum. Þar bjuggu þau fjögur ár. Full ástæða er til að nefna
að í Austurlandi I, safni austfirskra fræða, bls. 195, er Jóhann Frímann
talinn sonur þeirra, en það er alrangt. Sést það best ef lesið er í Ættum
Austfirðinga um þau númer, sem hér hefur verið vitnað til og ekki
sést það síður í kirkjubókum.
Líklega hafa Jón Sveinsson og Solveig Magnúsdóttir flust frá Vetur-
húsum að Heiðarseli vorið 1863. Segja má að þau hafi vent sínu kvæði
í kross með því að flytja í Jökuldalsheiðina. En þau voru ekki öllum
ókunn þar. Sölvi, bróðir Solveigar, var þá búinn að vera nokkur ár á
dalnum, kvæntur Steinunni Einarsdóttur frá Brú. Bjuggu þau níu ár
á Grunnavatni, fluttust að Klaus'turseli vorið 1874 en hörfuðu undan
öskunni ári seinna norður í Svínadal í Kelduhverfi. Katrín, systir Sol-
veigar, var búsett á Hákonarstöðum gift Jóni Péturssyni. Þau flýðu
undan öskunni að Svínabökkum í Vopnafirði, og svo að Háreksstöðum.
Eftir lát Jóns fór Katrín til Ameríku vorið 1878 með börn sín og var
í Hjarðarhaga síðasta ár sitt hér á landi. Það er líka alrangt að Kristjana,
sem nefnd er á bls. 202 í Austurlandi I, hafi verið systir Sölva Magnús-
sonar. Þar er um allt annað fólk að ræða.
Við getum ætlað að Solveig og Jón hafi unað hag sínum vel í Heið-
arseli. Bærinn stóð í frjálsu og fríðu víðsýni vestan við suðurenda
Anavatns. Jón hefur kunnað að notfæra sér veiðina í vatninu, vanur
slíku úr á og sjó í Loðmundarfirði, engjarnar nærtækar, greiðfærar og
grösugar, börnin komin á unglingsaldur og hafa óefað verið tápmiklir
þátttakendur í búskapnum. Æskuár barnanna liðu þarna í kyrrð heið-