Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1988, Page 85
MÚLAÞING
83
Stjórnarnefndarfundur var haldinn að Eiðum 9. og 10. mars 1899.
Þar tók Jón í Múla formlega við starfi afhendingarmanns. Tveir menn
voru ráðnir honum til aðstoðar við afhendinguna. Ákveðið var að
halda áfram byggingu hússins á lóð félagsins og bauðst afhendingarmað-
ur til að lána frá sér allt að 3000 kr. til þeirrar byggingar gegn 6%
vöxtum og rétti til að búa í íbúðarhluta hússins en greiði þá leigu eftir
þann hluta.
Aðalfundurinn fyrir árið 1899 var haldinn 21. nóvember að Eiðum.
Samþykkt var að borga að hálfu gamlar kröfur út af villum í reikningum
félagsmanna, án þess þó að viðurkenna að nokkrar gildar sannanir séu
til fyrir réttmæti þeirra. Gengið var út frá að krefjendur færu ekki
vísvitandi með rangt mál. Fundurinn áleit samskonar kröfur frá fyrri
árum vera fyrndar ef ekki fylgdu skýrar sannanir. Félagið vill leita sem
hagfelldastra samninga við Zöllner og Vídalín um borgun á skuld
félagsins og Jón í Múla var sendur til að semja við þá um greiðslu á
gömlum skuldum og viðskipti áfram. Tillögur til nýrra laga pöntunar-
félagsins voru ræddar og samþykktar grein fyrir grein. Ákveðið var að
panta nýjar vörur upp í mars. Sauðir voru áætlaðir á kr. 12,50, ull á
kr. 0,55 pundið, smjör til útflutnings á kr. 0,65 og til sölu á Seyðisfirði
kr. 0,60, sláturfé skal áætla á kr. 8,00 til 12,00 eftir gæðum og aldri
fjárins. Borgunarloforð hverrar deildar skulu fylgja pöntunarskýrslun-
um. Afhendingarmaður og stjórn voru endurkjörnir. Samþykkt var
„að lögsækja þá menn er ekki fást til að borga skuld sína með öðrum
ráðum.“ Þá var félagsstjórn heimilað að taka lán upp á eignir félagsins
ef nauðsyn krefði.
Eins og sjá má af verðáætlun fundarins voru bændur á Héraði ekki
ofhaldnir af innleggi sínu og síst að furða þótt ýmsir þeirra söfnuðu
þó nokkrum skuldum, einkum þeir sem höfðu fyrir ómagahópi að sjá
og bjuggu á smærri jörðunum. A næstu árum urðu skuldirnar hið
þráláta mein og tæring í viðskiptalífi Héraðsmanna, því þær hlóðu utan
á sig eftir verðfallið 1897. Eftir þetta gekk tíminn í samninga um skuldir
við Zöllner og fleiri, lán voru tekin er síðar reyndust dýr og eftir
aldamótin komu nýir samkeppnisaðilar fram, svo að viðskipti Héraðs-
manna dreifðust. En söludeildin var stofnuð á þessum aðalfundi.
StjórnarfundurvarhaldinnáKirkjubæ5. og6. apríl 1900. Þargreindi
Jón í Múla frá ferð sinni á fund Zöllners þá um veturinn til að ganga
frá samningum um hina gömlu skuld félagsins og viðskipti eftirleiðis.
Stjórninni þótti ýmis atriði samningsins óaðgengileg og raunar ekki
framkvæmanleg nema þá að breyta félagslögum. Bót í máli var að