Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1988, Page 205
múlaþing
203
Margir hlökkuðu til þessara kaupstaðarferða að sumri til, sjálfsagt
ekki síst vegna þess að við skammtinn fannst þeim sálin lyftast um
eina áttund.
A næsta bæ við mig var maður að nafni Benjamín Jónsson, þá gamall
orðinn. Hann var elskur að víni án þess að vera drykkjumaður. Á hverju
sumri fór hann til Seyðisfjarðar skemmtiferð. Þegar hann kom á Vatns-
brekku og sá ofan í fjörðinn lifnaði hann allur, og þegar inn í kaupstað
kom var ekki annað sýnilegt en að hann væri orðinn góðglaður.
Um kvöldið gengum við frá öllu, bundum klyfjar, krossbundum
poka og paufa sem áttu að hengjast sem ábaggar. Þá var ekki annað
eftir en að borða, halla sér á heilann, vakna að morgni og sækja
hestana. Þegar búið var að láta upp var haldið á brattann.
Margar ferðir fór eg á Seyðisfjörð eftir þetta og sumar sögulegar.
Þá voru viðhorfin í mörgu breytt og rómantíkin farin að verða seig-
mjólka, þó sakna eg hennar að sumu leyti enn í dag.
Nú ætla eg til gamans og fróðleiks að rifja upp samskipti Héraðs-
mannaogSeyðfirðinga. Þaðsnertir aðmörgu leyti kaupstaðarferðirnar.
Tungumenn og sveitamenn yfirleitt komu fram í sínu gervi eins og
þeim var eiginlegt. Þeir þekktu ekkert borgaralega hætti, því enginn
staður sem heyrði undir slíkt hafði myndast á Austfjörðum fyrr en
Seyðisfjörður.
Seyðisfjörður rann allt í einu upp eins og nýr hnöttur og varð höfuð-
staður Austurlands. Hann byggðist upp á síldveiðum, verslun og sigl-
ingum og mest fyrir atbeina hins norska framkvæmdamanns Otto
Wathne, sem má heita faðir Seyðisfjarðar á þessu tímabili. Þar voru
um árabil heilar útlendar ættir sem voru að mörgu framámenn. Mætti
þar nefna Wathnera, Imslanda og Nielsena. Þetta fólk ól þó ekki svo
mjög á borgaralegum háttum, en kringum það myndaðist smáborgar-
astétt með nýja siði og framkomu.
Síðan risu upp íslenskir athafnamenn sem höfðu alist upp í sveit og
héldu að mestu sínu sniði við breyttar aðstæður. En afkomendur þessa
fólks og annarra sem þarna settust að, tóku upp annað snið, það sem
kallast borgaralegir hættir.
Tiltölulega fáir stunduðu líkamlega vinnu, enda man eg ekki eftir
mörgu verkafólki á þessum árum á Seyðisfirði.
Atvinnan var við verslun, síma, pósthús, skipaafgreiðslu og margs
konar þjónustustörf. Yngri kynslóðin lagði sig lítt eftir annarri menntun
en þeirri sem þurfti til þessara starfa. Á þessum árum man eg ekki