Þjóðmál - 01.09.2009, Page 21

Þjóðmál - 01.09.2009, Page 21
 Þjóðmál HAUST 2009 19 En það var bara hlegið að manni . Maður þótti gamaldags . Úreltur náungi . Hið nýja auðvald réð í landinu og ákvað í gegnum fjölmiðla og áhrifamátt peninga hvað taldist gott og gilt . Auðvitað bera margir ábyrgð á þessari þróun . Það gera stjórnmálamennirnir vissulega en ekki síður atvinnulífið og verkalýðshreyfingin því sannarlega er það svo að margir foringjar verkalýðshreyfingarinnar setja upp annan hatt á kvöldin og eru þá orðnir bræður og systur athafnamannanna . Auðvitað voru lífeyrissjóðir fólksins að gambla í félagi við útrásarmennina . Ég er sannfærður um að margir lífeyrissjóðirnir eru grátt leiknir og útrásarmenn hefi ég heyrt segja í fjölmiðlum að þeir hafi haft veð í lífeyrissjóðunum í sínum fjárfestingum . Guðni þekkir vel til bankastarfsemi . Hann sat í bankaráði Búnaðarbanka Íslands í átta ár, þar af bankaráðsformaður í fjögur ár . Hann telur að einkavæðing ríkisbankanna hafi verið framkvæmd á rangan hátt . „Það er mikill misskilningur að það hafi grassérað pólitísk spilling í ríkisbönkunum á þeim tíma sem ég var þar . Í bankaráð- un um sátu grandvarir menn og pólitísk fyrir greiðsla var ekki stunduð . Það ríkti almenn samstaða um það að bankarnir skyldu vera varfærnir og öruggir og hafa þjóðarhagsmuni að leiðarljósi . Upphaflega vildi Davíð Oddsson að einkavæðing bank- anna ætti sér stað á löngum tíma, að í þeim væri mjög dreifð eignaraðild og enginn einn aðili mætti eiga meira en 10% hlut . Þetta hugnaðist mér á sínum tíma og þetta hugnaðist þjóðinni mjög vel . En svo gerist það eins og smellt sé fingri að gerbreytt er um stefnu . Þá er allt í einu farið að tala um „kjölfestufjárfesta“ og í framhaldinu að Ísland verði einhvers konar fjármálaeyja og skattaparadís . Í þessu felist svo gríðarleg tækifæri . Í þessu andrúmslofti eru bankarnir svo seldir á einu bretti og fyrri hugmyndum varpað fyrir róða . Mín skoðun er sú að það hefði átt að halda sig við þá aðferð sem Davíð Oddsson setti fyrst fram . Ég veit ekki af hverju hann skipti um skoðun, hann verður að skýra það sjálfur . En í þessari stefnubreytingu liggur hluti ógæf unnar . Bank arnir voru seldir alltof hratt og engin skil yrði sett um dreifða eignaraðild . Mesta ógæfan liggur þó í því að eftirlitsaðilar, stjórnvöld og atvinnulífið voru jámenn og að dáendur „útrásarinnar“ . Íslensku bankarnir fóru offari um alla Evrópu og sköpuðu sér að lokum óvin sældir hvar sem þeir komu . Þetta voru því miður kærulausir braskarar sem fóru í taugarnar á siðuðu fólki á peningamarkaði . Svo óraði náttúrlega engan fyrir spillingunni sem verið er að upplýsa alla daga . Lán slegin fyrir bankakaupunum og sömu aðilar með alla bankana undir og lánuðu til sín í milljarðavís . Ég minnist þess að ég sagði einhvern tímann á árunum 2004–2005, þegar mér blöskraði yfirgangur hins nýja bankavalds, að það væri rétt að setja eldfastan vegg í gegn um bankana, þar sem fjárfestingar- bank arnir væru öðrum megin og viðskipta- bank arnir hinum megin, til þess að þessir menn gætu ekki leikið sér með sparifé lands manna . Við sem vorum andsnúnir einka væðingu ríkisbankanna héldum því alltaf fram að einkabankar myndu bara vinna fyrir herra sína og eigendur . Því var alltaf vísað á bug og sagt að þeir myndu fyrst og fremst vinna fyrir fólkið . En ég benti á það að í Bandaríkjunum og víðar væru menn með fullan aðskilnað á milli brasksins og sparifjárins . Ég fékk mjög á baukinn fyrir þessa afstöðu hjá ákveðnum öflum í Framsóknarflokknum .

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.