Þjóðmál - 01.09.2009, Síða 21

Þjóðmál - 01.09.2009, Síða 21
 Þjóðmál HAUST 2009 19 En það var bara hlegið að manni . Maður þótti gamaldags . Úreltur náungi . Hið nýja auðvald réð í landinu og ákvað í gegnum fjölmiðla og áhrifamátt peninga hvað taldist gott og gilt . Auðvitað bera margir ábyrgð á þessari þróun . Það gera stjórnmálamennirnir vissulega en ekki síður atvinnulífið og verkalýðshreyfingin því sannarlega er það svo að margir foringjar verkalýðshreyfingarinnar setja upp annan hatt á kvöldin og eru þá orðnir bræður og systur athafnamannanna . Auðvitað voru lífeyrissjóðir fólksins að gambla í félagi við útrásarmennina . Ég er sannfærður um að margir lífeyrissjóðirnir eru grátt leiknir og útrásarmenn hefi ég heyrt segja í fjölmiðlum að þeir hafi haft veð í lífeyrissjóðunum í sínum fjárfestingum . Guðni þekkir vel til bankastarfsemi . Hann sat í bankaráði Búnaðarbanka Íslands í átta ár, þar af bankaráðsformaður í fjögur ár . Hann telur að einkavæðing ríkisbankanna hafi verið framkvæmd á rangan hátt . „Það er mikill misskilningur að það hafi grassérað pólitísk spilling í ríkisbönkunum á þeim tíma sem ég var þar . Í bankaráð- un um sátu grandvarir menn og pólitísk fyrir greiðsla var ekki stunduð . Það ríkti almenn samstaða um það að bankarnir skyldu vera varfærnir og öruggir og hafa þjóðarhagsmuni að leiðarljósi . Upphaflega vildi Davíð Oddsson að einkavæðing bank- anna ætti sér stað á löngum tíma, að í þeim væri mjög dreifð eignaraðild og enginn einn aðili mætti eiga meira en 10% hlut . Þetta hugnaðist mér á sínum tíma og þetta hugnaðist þjóðinni mjög vel . En svo gerist það eins og smellt sé fingri að gerbreytt er um stefnu . Þá er allt í einu farið að tala um „kjölfestufjárfesta“ og í framhaldinu að Ísland verði einhvers konar fjármálaeyja og skattaparadís . Í þessu felist svo gríðarleg tækifæri . Í þessu andrúmslofti eru bankarnir svo seldir á einu bretti og fyrri hugmyndum varpað fyrir róða . Mín skoðun er sú að það hefði átt að halda sig við þá aðferð sem Davíð Oddsson setti fyrst fram . Ég veit ekki af hverju hann skipti um skoðun, hann verður að skýra það sjálfur . En í þessari stefnubreytingu liggur hluti ógæf unnar . Bank arnir voru seldir alltof hratt og engin skil yrði sett um dreifða eignaraðild . Mesta ógæfan liggur þó í því að eftirlitsaðilar, stjórnvöld og atvinnulífið voru jámenn og að dáendur „útrásarinnar“ . Íslensku bankarnir fóru offari um alla Evrópu og sköpuðu sér að lokum óvin sældir hvar sem þeir komu . Þetta voru því miður kærulausir braskarar sem fóru í taugarnar á siðuðu fólki á peningamarkaði . Svo óraði náttúrlega engan fyrir spillingunni sem verið er að upplýsa alla daga . Lán slegin fyrir bankakaupunum og sömu aðilar með alla bankana undir og lánuðu til sín í milljarðavís . Ég minnist þess að ég sagði einhvern tímann á árunum 2004–2005, þegar mér blöskraði yfirgangur hins nýja bankavalds, að það væri rétt að setja eldfastan vegg í gegn um bankana, þar sem fjárfestingar- bank arnir væru öðrum megin og viðskipta- bank arnir hinum megin, til þess að þessir menn gætu ekki leikið sér með sparifé lands manna . Við sem vorum andsnúnir einka væðingu ríkisbankanna héldum því alltaf fram að einkabankar myndu bara vinna fyrir herra sína og eigendur . Því var alltaf vísað á bug og sagt að þeir myndu fyrst og fremst vinna fyrir fólkið . En ég benti á það að í Bandaríkjunum og víðar væru menn með fullan aðskilnað á milli brasksins og sparifjárins . Ég fékk mjög á baukinn fyrir þessa afstöðu hjá ákveðnum öflum í Framsóknarflokknum .
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.