Þjóðmál - 01.09.2009, Síða 44
42 Þjóðmál HAUST 2009
Stuart Mill (1806–1873) um siðfræði .4
Fleiri áhrifavalda má telja svo sem skáldið
Stephan G . Stephansson (1853–1027) .
Kristján sækir innblástur í kvæði hans, enda
var Stephan G . talsmaður svipaðra hugsjóna
og Kristján heldur á lofti: upplýsingar,
veraldarhyggju og áherslu á að siðferði
grundvallast á tilfinningum, þörfum og
hagsmunum sem eru að miklu leyti eins hjá
fólki um alla jörð og á öllum tímum .
*
Bókin Social Freedom: The Responsibility
View, sem kom út 1996, er byggð á dokt-
ors ritgerð Kristjáns . Í þessari bók setur
hann fram og rökstyður greiningu á frelsis-
hugtakinu – eða því sem hann kallar
félagslegt frelsi (social freedom) til aðgrein-
ingar frá frelsi viljans – og skýrir um leið
tengsl hugtakanna frelsi, ábyrgð og vald . Í
sem allra stystu máli er kenning Kristjáns
sú að manni sé frjálst að gera eitthvað ef
engir aðrir menn bera siðferðilega ábyrgð
á nokkru því sem hindrar hann í að gera
það .
Ein af mörgum áhugaverðum afleið ing-
um þessarar kenningar um frelsi er að frels-
is skerðing og valdbeiting fara alltaf saman .
Sá sem beitir mann valdi takmarkar frelsi
hans og sá sem takmarkar frelsi manns
beitir hann valdi .
Heimspekingar hafa öldum saman tekist á
um ólíkan skilning á frelsishugtakinu . Segja
má þó að samkomulag hafi verið um að líta
svo á að frelsi sé það sem þrælar hafa ekki –
það sem þá skortir til að geta lifað góðu lífi .
4 Siðfræði Níkomakkosar hefur komið út í íslenskri þýðingu
Svavars Hrafns Svavarssonar og er eitt af Lærdómsritum
Bókmenntafélagsins (Reykjavík 1995) . Í sömu ritröð hafa
einnig komið út þrjú af mikilvægustu ritum J . S . Mill
um siðfræðileg efni en þau eru: Frelsið í þýðingu Jóns
Hnefils Aðalsteinssonar og Þorsteins Gylfasonar (Reykjavík
1970, 1978); Kúgun kvenna í þýðingu Sigurðar Jónssonar
(Reykjavík 1997, 2003) og Nytjastefnan sem var þýdd af
Gunnari Ragnarssyni (Reykjavík 1998) .
Það er hægt að skoða ólíkar kenningar um
frelsi sem ólík svör við spurningunni: Hvað
er slæmt við hlutskipti þrælsins?
Þessi svör má flokka á ýmsa vegu en nokkur
hefð er á að skipta flestum þeirra í tvo flokka:
Kenningar um jákvætt frelsi og kenningar
um neikvætt frelsi . Jákvæðu kenningarnar
kveða á um að til að vera frjáls þurfi maður
að gera eitthvað eða hafa eitthvað tiltekið,
t .d . að móta líf sitt í samræmi við sína
eigin skynsemi eða vera fullgildur aðili að
lýðræðislegum ákvörðunum um málefni
samfélagsins . Neikvæðu kenningarnar
kveða hins vegar á um að til að maður sé
frjáls dugi að hindranir af einhverju tagi séu
ekki til staðar .
Orðalagið „neikvætt frelsi“ mun upp-
runnið hjá Jeremy Bentham (1748–1832)
sem sagði að frelsi væri neikvætt hugtak
því það fæli ætíð í sér að eitthvað væri ekki
fremur en að eitthvað væri, nánar tiltekið
að hindrun eða tálmi væri ekki til staðar .
Nú til dags er greinarmunur á jákvæðu og
neikvæðu frelsi þekktastur af ritgerð eftir
Isaiah Berlin (1909–1997) sem heitir Two
Concepts of Liberty .5
Frakkinn Benjamin Constant (1762–
1830) gerði svipaðan greinarmun þegar
hann talaði annars vegar um frelsi fornmanna
og hins vegar um frelsi nútímamanna . Hið
fyrrnefnda, sem svipar til jákvæðs frelsis,
kvað hann felast í því að vera fullgildur
þátttakandi í æðstu stjórn ríkisins en „frelsi
nútímamanna“ tengdi hann borgaralegum
réttindum – að allir megi tjá skoðanir sínar,
velja sér starf, verja eignum sínum að vild og
fara hvert sem er án þess að biðja nokkurn
mann leyfis .
Með allnokkurri einföldun má segja að
frjálshyggjumenn og frjálslyndir hægri
5 Stytt útgáfa af þessari ritgerð er til í íslenskri þýðingu
Róberts Víðis Gunnarssonar í bókinni Heimspeki á
tuttugustu öld (ritstjórar Einar Logi Vignisson og Ólafur
Páll Jónsson), Reykjavík: Mál og menning, 1994 .