Þjóðmál - 01.09.2009, Page 64

Þjóðmál - 01.09.2009, Page 64
62 Þjóðmál HAUST 2009 hugboð um veruleikann . En ekki verður horft fram hjá því, ef hátt í 100 milljónir manna hafa týnt lífi á tuttugustu öld (og jafnvel „aðeins“ 85 milljónir) af völdum kommúnista, en 25 milljónir manna af völdum nasista (og bandamanna þeirra) . Fleira skiptir auðvitað máli, eins og sumir andmælendur Courtois halda fram . Voru ódæði nasista í eðli sínu svo skelfileg, hversu mörg eða fá sem fórnarlömbin voru, að ekkert komist í líkingu við þau? Í fyrirlestrum á sjötta áratug tuttugustu aldar kvað franski félagsfræðingurinn Raymond Aron mun vera á þrælkunarbúðum komm- únista og gasklefum nasista . Fyrir komm- únistum hefði vakað að skapa nýjan mann, en nasistar í einhvers konar djöfulæði ætlað sér að tortíma hópi manna, sem þeir hefðu skilgreint að eigin geðþótta sem kynþátt . Seinna skipti Aron að vísu um skoðun og kvað engu betra að tortíma hópi eftir geðþóttaskilgreiningu á stétt en kynþætti . Kommúnisminn skírskotaði ekki til sam- eðl is mannkyns, eins og hann hefði sjálfur áður talið .6 Þetta er líka sjónarmið Courtois . Samkenni nasista og kommúnista var, að hvorir tveggja hugsuðu sér nýja ver öld, þar sem tilveruréttur sumra „óhreinna“ hópa var ekki viðurkenndur . Nasistar vildu hreinsa burt gyðinga og sígauna (og sennilega aðra „óæðri kynþætti“), en komm únistar „sníkjudýr“ og „arðræningja“ . En um leið og tilveruréttur sumra hópa er ekki viðurkenndur, rennur upp skeið fjölda- morðsins, jafn vel þjóð armorðsins . Sum ir andmælend ur Courtois halda því fram, að hann geri lítið úr helför gyðinga með því að leggja áherslu á, að komm ún ism inn hafi ekki síður ver ið glæp sam legur en nas isminn . Því verð ur að vísa á bug . Ábyrgð nas ista á voða- verk um sínum minnk ar ekki, þótt athygli sé 6 Pierre Rigoulot og Ilios Yannakakis: Un pave dans l’histoire: Le debat français sur Le livre noir du communisme (París 1998), 96 .–97 . bls . vakin á því, að aðrir hafi líka fram ið glæpi . Fórnar lömb komm ún ismans eiga heimt- ingu á því eins og nas ism ans, að eftir þeim sé mun að . Vart þarf síðan að fjölyrða um þau rök, að Courtois gangi erinda „hægri manna“ með full yrð ingum sínum . Ef komm únisminn er í eðli sínu glæp samlegur, þá er það honum að kenna, ekki þeim, sem sýnir fram á það . 3 . Sumt er líkt og annað ólíkt með nasisma og kommúnisma . Ástæðu laust er að leggja þessar tvær stjórn málastefnur að jöfnu, þótt komist sé að þeirri niðurstöðu með Stéphane Courtois, að báðar séu í eðli sínu glæpsamlegar . En hvað um þá kommún ista, til dæmi s á Íslandi, sem hvergi komu nærri Brynjólfur Bjarnason var formaður kommúnista- flokks Íslands alla hans tíð, 1930–1938 . Hann hlýddi fyrirskipunum frá Moskvu og fór einnig reglulega þangað í formannstíð sinni til að gefa skýrslur . Íslenskir kommúnistar tóku við talsverðu fé frá Moskvu, bæði fyrir stofnun flokksins og eftir .

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.