Þjóðmál - 01.09.2009, Side 83

Þjóðmál - 01.09.2009, Side 83
 Þjóðmál HAUST 2009 81 Fréttir af því, hvernig farið hefur verið með hlutafélög á borð við Flugleiðir, Sjóvá eða Sparisjóðinn Byr, svo að þrjú dæmi séu tekin, sýna, að engu er líkara en þau hafi verið keypt í því skyni einu að nota þau sem einskonar peningavél fyrir kaupandann . Honum hafi verið sama um allt annað en sjóðina, sem voru fyrir hendi, þegar hann kom að félaginu . Annars vegar ræðir Þorkell um það, sem helst má prýða góðan stjórnanda eða leiðtoga, og hvernig halda beri á málum til að ná sem bestum árangri við stjórn og rekstur fyrirtæka . Á hinn bóginn kvartar hann oftar en einu sinni undan skorti á opinberu eftirliti og má ráða af því, að hvað sem líði allri þekkingu á góðum stjórnarháttum við rekstur fyrirtækja, sé það að lokum undir opinberu eftirliti komið, hvort illa fari eða ekki . Pendúllinn hefur vissulega sveiflast frá því að skapa ætti stjórnendum og eigendum fyrirtækja sem mest frelsi og sjálfstæði, eins og var á tímum útrásar, og til þess nú, að ríkið eða eftirlitsstofnanir þess skuli vera með puttana í sem flestu . Opinber eftirlitsiðnaður var vissulega ekki hátt skrifaður, þegar útrásarvíkingar voru að leggja undir sig heiminn . Undir lok tíunda áratugarins starfaði sérstök nefnd á vegum forsætisráðuneytisins til að finna leiðir til að draga úr eftirliti hins opinbera og færa það meira á hendur borgaranna sjálfra . Þá hafa einnig gilt þær reglur hér um meðferð mála á vegum fjármálaeftirlits og skattrannsókna, að þar skuli unnið fyrir luktum dyrum og hvorki upplýst um, hverja sé verið að rannsaka, né, hvernig máli er lokið . Þetta er ein versta tegund opinbers eftirlits, því að það er án alls aðhalds frá almenningi . Þorkell sendir stjórnmálamönnum þessa ör á bls . 73: „Árið áður varð alþingismaður uppvís að þjófnaði á opinberu fé í starfi sem honum var trúað fyrir en hann fékk síðan uppreisn æru og bauð sig fram til Alþingis í prófkjöri og komst inn . Þarna er vísað til máls Árna Johnsens, án þess að öll sagan sé sögð . Árni tók út refsingu sína í fangelsi . Lög mæla fyrir um rétt hans og allra annarra til að fá uppreist æru . Sá, sem neitað er um þann gjörning, er sviptur lögbundnum rétti . Af texta Þorkels mætti draga þá ályktun, að einhverjar sér regl ur hefðu gilt um Árna í þessu efni . Svo var ekki . Ég er ósammála Þorkeli, þegar kemur að því, sem er þunga miðjan í framtíðarsýn hans fyrir Ísland, það er nauðsyn þess að ganga í Evrópu sambandið . Rök hans eru ekki sannfærandi, annars vegar hræðsluáróður um, að án aðildar breytist Ísland í fátæktargildru fyrir íbúa sína, og hins vegar „af-því-bara“ sjónarmið, sem eiga illa heima í bók, þar sem leitast er við að greina og færa rök fyrir ákveðnum niðurstöðum, meðal annars með því að vitna í viðurkennda fræðimenn um stjórn un eða reynslu mikilhæfra leiðtoga í at vinnu rekstri . Þorkell hefði átt að velta fyrir sér spurn- ingunni: Hvað höfum við meira að sækja til Evrópu? Hann hefði til dæmis komist að því, að þeir, sem hann nefnir til sögunnar vegna ágætis í stjórnunarfræðum, eru flestir ef ekki allir Bandaríkjamenn . Á fræðasviði stjórnunar eða við rekstur fyrirtækja höf- um við ekki mikið að sækja til Evrópu, ef marka má bók Þorkels . Svo er á miklu fleiri sviðum, enda höfum við samninginn um evrópska efnahagssvæðið og kosti hans . Þegar Þorkell ræðir um einkenni 21 . ald- arinnar segir hann meðal annars: Staða Íslands í alþjóðlegu samhengi, stefna í alþjóðamálum og samstarf við aðrar þjóðir

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.