Þjóðmál - 01.09.2009, Síða 83

Þjóðmál - 01.09.2009, Síða 83
 Þjóðmál HAUST 2009 81 Fréttir af því, hvernig farið hefur verið með hlutafélög á borð við Flugleiðir, Sjóvá eða Sparisjóðinn Byr, svo að þrjú dæmi séu tekin, sýna, að engu er líkara en þau hafi verið keypt í því skyni einu að nota þau sem einskonar peningavél fyrir kaupandann . Honum hafi verið sama um allt annað en sjóðina, sem voru fyrir hendi, þegar hann kom að félaginu . Annars vegar ræðir Þorkell um það, sem helst má prýða góðan stjórnanda eða leiðtoga, og hvernig halda beri á málum til að ná sem bestum árangri við stjórn og rekstur fyrirtæka . Á hinn bóginn kvartar hann oftar en einu sinni undan skorti á opinberu eftirliti og má ráða af því, að hvað sem líði allri þekkingu á góðum stjórnarháttum við rekstur fyrirtækja, sé það að lokum undir opinberu eftirliti komið, hvort illa fari eða ekki . Pendúllinn hefur vissulega sveiflast frá því að skapa ætti stjórnendum og eigendum fyrirtækja sem mest frelsi og sjálfstæði, eins og var á tímum útrásar, og til þess nú, að ríkið eða eftirlitsstofnanir þess skuli vera með puttana í sem flestu . Opinber eftirlitsiðnaður var vissulega ekki hátt skrifaður, þegar útrásarvíkingar voru að leggja undir sig heiminn . Undir lok tíunda áratugarins starfaði sérstök nefnd á vegum forsætisráðuneytisins til að finna leiðir til að draga úr eftirliti hins opinbera og færa það meira á hendur borgaranna sjálfra . Þá hafa einnig gilt þær reglur hér um meðferð mála á vegum fjármálaeftirlits og skattrannsókna, að þar skuli unnið fyrir luktum dyrum og hvorki upplýst um, hverja sé verið að rannsaka, né, hvernig máli er lokið . Þetta er ein versta tegund opinbers eftirlits, því að það er án alls aðhalds frá almenningi . Þorkell sendir stjórnmálamönnum þessa ör á bls . 73: „Árið áður varð alþingismaður uppvís að þjófnaði á opinberu fé í starfi sem honum var trúað fyrir en hann fékk síðan uppreisn æru og bauð sig fram til Alþingis í prófkjöri og komst inn . Þarna er vísað til máls Árna Johnsens, án þess að öll sagan sé sögð . Árni tók út refsingu sína í fangelsi . Lög mæla fyrir um rétt hans og allra annarra til að fá uppreist æru . Sá, sem neitað er um þann gjörning, er sviptur lögbundnum rétti . Af texta Þorkels mætti draga þá ályktun, að einhverjar sér regl ur hefðu gilt um Árna í þessu efni . Svo var ekki . Ég er ósammála Þorkeli, þegar kemur að því, sem er þunga miðjan í framtíðarsýn hans fyrir Ísland, það er nauðsyn þess að ganga í Evrópu sambandið . Rök hans eru ekki sannfærandi, annars vegar hræðsluáróður um, að án aðildar breytist Ísland í fátæktargildru fyrir íbúa sína, og hins vegar „af-því-bara“ sjónarmið, sem eiga illa heima í bók, þar sem leitast er við að greina og færa rök fyrir ákveðnum niðurstöðum, meðal annars með því að vitna í viðurkennda fræðimenn um stjórn un eða reynslu mikilhæfra leiðtoga í at vinnu rekstri . Þorkell hefði átt að velta fyrir sér spurn- ingunni: Hvað höfum við meira að sækja til Evrópu? Hann hefði til dæmis komist að því, að þeir, sem hann nefnir til sögunnar vegna ágætis í stjórnunarfræðum, eru flestir ef ekki allir Bandaríkjamenn . Á fræðasviði stjórnunar eða við rekstur fyrirtækja höf- um við ekki mikið að sækja til Evrópu, ef marka má bók Þorkels . Svo er á miklu fleiri sviðum, enda höfum við samninginn um evrópska efnahagssvæðið og kosti hans . Þegar Þorkell ræðir um einkenni 21 . ald- arinnar segir hann meðal annars: Staða Íslands í alþjóðlegu samhengi, stefna í alþjóðamálum og samstarf við aðrar þjóðir
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.