Gerðir kirkjuþings - 01.01.2013, Blaðsíða 76

Gerðir kirkjuþings - 01.01.2013, Blaðsíða 76
76 77 Þá er hér að finna sóknargjöld allra sókna eins og þau eru áætluð 2013. (Í fylgiskjali C má jafnframt sjá yfirlit frá Fjársýslu ríkisins um greidd sóknargjöld ársins 2012). Með því að draga fram sóknargjöld er verið að minna á það fé sem söfnuðir hafa til ráðstöfunar til að reka kirkjur, safnaðarheimili og safnaðarstarfið, þar á meðal laun organista, kirkjuvarða, barnastarfsfólks og fleiri. Stór hluti tekna sóknanna rennur til kirkjubygginga og viðhalds þeirra og afborgana lána vegna framkvæmda og þá gefst oft takmarkaðra svigrúm til að halda úti grunnþjónustu sóknanna. Ef laun allra presta væru hins vegar eingöngu greidd af sóknargjöldum, eins og fríkirkjurnar gera, sést að mjög mismunandi væri það gjald sem sóknarbörn yrði að greiða til að standa undir þeim rekstri einum. Þannig yrði gjaldið að vera frá því um 16 þús. kr. í sóknum á Vestfjörðum, aðeins lægra í Eyjafjarðar­ og Þingeyrarprófastsdæmi , og á Austurlandi yrði það tæpar 15 þús. kr. á hvern gjaldenda. Á þremur prófastsdæmunum á suðvesturhorninu væri gjaldið hins vegar um 4000 kr. á gjaldenda.(Sjá dálk 12 í fylgiskjali B.) Rekstur hins kirkjulega starfs kemur þannig aðallega úr tveimur áttum, með sóknar gjöldun­ um og með launum presta sem ákvörðuð eru af kjararáði. Skipulag prests þjónustunnar, inntak og umfang, er hins vegar á valdi þjóðkirkjunnar sjálfrar. Biskup og biskupafundur hafa það hlutverk að stýra þeirri skipan. Kirkjuráð fer síðan með fjárstjórnarvaldið. Kirkjuráð stýrir jafnframt kirkjumálasjóði og Jöfnunarsjóði sókna og þeir fjármunir og styrkir sem veittir eru hafa bein áhrif á starfið í sóknunum, rekstur þeirra og umsvif. Kirkjuþing kemur líka að ákvörðunum er snertir þetta fyrirkomulag með því m.a. að samþykkja skipan sókna, prestakalla og prófastsdæma. Kirkjuþing ákvarðar einnig embættiskostnað presta og prófasta. Starfsreglur og ályktanir kirkjuþings hafa líka oft í för með sér útgjöld eða breytingar á starfi presta og safnaða. Nefndin tekur undir þær hugmyndir sem ræddar hafa verið að kanna hvort ekki væri skýrara að hafa uppsetningu á tekjum og útgjöldum sókna og embætta undir sama hatti, og reyndar alls reksturs kirkjunnar, líkt og gert er í uppsetningu á Fjárlögum ríkisins. Þar með næðist mun betri heildarsýn á skipan embættanna, stöðu sóknanna í prestaköllunum og annars sem viðkemur starfi og rekstri kirkjunnar á hverjum stað. Þetta mætti vel gera enda þótt rekstur embættanna og safnaðanna sé ekki á sama hendi. Þjónustubyrði Þegar að kreppir eins og gerir í dag í fjármálum kirkjunnar hefur nefndin horft til núverandi skipan embættanna með tilliti til hvar megi jafna betur út þjónustuna og horfa um leið til þess að fjöldi embættanna er takmarkaður. Íbúar landsins voru 321.585 1. des. 2012 og sóknarbörn/þjóðkirkjufólk 245.120 eða 76,2% þjóðarinnar. Á yfirstandi ári eru stöðugildi presta alls 126 (1.október), þar af embætti sóknarpresta 92 (eitt þeirra er ekki setið, en þjónað af presti í 50%) og prestar í 20,5 stöðugildum. Þetta þýðir að sóknarprestar og prestar þjóna að meðaltali um 2200 sóknarbörnum. Ef íbúafjöldinn er tekinn inn og deilt á þessi 113,5 embætti þá eru að baki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145

x

Gerðir kirkjuþings

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.