Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2011, Page 24

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2011, Page 24
umfram það sem lög um trúmálastarfsemi í landinu almennt kváðu á um (kongregationalistískt fyrirkomulag). Hin útfærslan byggðist á að fríkirkja sú er kæmist á við aðskilnað héldi sama skipulagi og þjóðkirkjan hefði við aðskilnað að öðru leyti en því að kirkjuþing tæki við æðstu stjórn hennar og „löggjafarvaldi“ um hrein kirkjuleg málefni. Mátti líta á sjálfstæða þjóð- kirkju er lyti stjórn kirkjuþings sem spor í átt að fríkirkju af þessu tagi. Svo þurfti þó ekki að vera enda var þetta millistig ríkis- og fríkirkju takmark í sjálfu sér í huga margra. í upphafsgrein þessa flokks var fjallað um hugmyndir meirihluta Kirkjumálanefndar er starfaði 1904-1906 um sjálfstæði þjóðkirkjunar eins og þær endurspegluðust í tillögum hans um kirkjuþing. Þar var einnig rakið hvernig tillögurnar festust í sessi sem opinber stefna þjóðkirkjunnar í biskupstíð Hallgríms Sveinssonar 1889-1908. Hér verður í beinu framhaldi fengist við kirkjuskilning Þórhalls Bjarnarsonar og hugmyndir hans um kirkjuskipan, þ.e. samband ríkis og kirkju og/eða hugsanlegan aðskilnað. í síðari greinum verður gerð grein fyrir umræðum um málið á almennum prestastefnum 1909 og 1910, sem og umfjöllun í kirkjunni eftir það til loka rannsóknartímans. 1 lokasamantekt greinanna í heild verða nokkrir þættir í umræðu um samband ríkis og kirkju nú á dögum greindir í sögulegu ljósi. Þessar greinar eru hluti af rannsóknarverkefni sem undirritaður hefur lagt stund á með nokkrum hléum undanfarinn áratug undir heitinu Þróun trúfrelsis, þjóðkirkju og sambands ríkis og kirkju d Islandi 1874—1997. Hafa þegar verið birtur fjöldi greina einkum um trúfrelsi og þjóðkirkjuskipan í tengslum við stjórnarskrána frá 1874. Af öðrum ritum sem fjalla um það viðfangsefni sem hér um ræðir má einkum nefna greinargóða handbók Magnúsar Jónssonar, Alþingi og kirkjumdlin 1845-1943 (1952), doktorsritgerð Bjarna Sigurðssonar um þróun íslensk kirkjuréttar, Geschichte und Gegenwartsgestalt des islandischen Kirckenrechts (1986), doktorsritgerð Péturs Péturssonar, Church and Social Change; A Studie ofthe Secularization Prosess in Iceland 1830-1930) (1983) og rannsóknarrit Sigurjóns Árna Eyjólfssonar, Ríki og kirkja; Uppruni og þróun þjóðkirkjuhugtaksins. Bók Magnúsar gefur gott yfirlit yfir löggjafarstarf á tímabilinu. I riti Bjarna er að finna kirkjuréttarlega greiningu. Ritgerð Péturs gefur mikilvægan félagsfræðilegan bakgrunn að þróun kirkjumálanna. I riti Sigurjóns Árna er loks að finna guðfræðilega greiningu á þjóðkirkju- hugtakinu og þeirri kirkjuguðfræði sem liggur því til grundvallar hjá Lúther og Schleiermacher. 22 j
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.