Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2011, Page 24
umfram það sem lög um trúmálastarfsemi í landinu almennt kváðu á um
(kongregationalistískt fyrirkomulag). Hin útfærslan byggðist á að fríkirkja
sú er kæmist á við aðskilnað héldi sama skipulagi og þjóðkirkjan hefði við
aðskilnað að öðru leyti en því að kirkjuþing tæki við æðstu stjórn hennar
og „löggjafarvaldi“ um hrein kirkjuleg málefni. Mátti líta á sjálfstæða þjóð-
kirkju er lyti stjórn kirkjuþings sem spor í átt að fríkirkju af þessu tagi. Svo
þurfti þó ekki að vera enda var þetta millistig ríkis- og fríkirkju takmark í
sjálfu sér í huga margra.
í upphafsgrein þessa flokks var fjallað um hugmyndir meirihluta
Kirkjumálanefndar er starfaði 1904-1906 um sjálfstæði þjóðkirkjunar eins
og þær endurspegluðust í tillögum hans um kirkjuþing. Þar var einnig
rakið hvernig tillögurnar festust í sessi sem opinber stefna þjóðkirkjunnar í
biskupstíð Hallgríms Sveinssonar 1889-1908. Hér verður í beinu framhaldi
fengist við kirkjuskilning Þórhalls Bjarnarsonar og hugmyndir hans um
kirkjuskipan, þ.e. samband ríkis og kirkju og/eða hugsanlegan aðskilnað.
í síðari greinum verður gerð grein fyrir umræðum um málið á almennum
prestastefnum 1909 og 1910, sem og umfjöllun í kirkjunni eftir það til loka
rannsóknartímans. 1 lokasamantekt greinanna í heild verða nokkrir þættir
í umræðu um samband ríkis og kirkju nú á dögum greindir í sögulegu
ljósi. Þessar greinar eru hluti af rannsóknarverkefni sem undirritaður hefur
lagt stund á með nokkrum hléum undanfarinn áratug undir heitinu Þróun
trúfrelsis, þjóðkirkju og sambands ríkis og kirkju d Islandi 1874—1997. Hafa
þegar verið birtur fjöldi greina einkum um trúfrelsi og þjóðkirkjuskipan í
tengslum við stjórnarskrána frá 1874.
Af öðrum ritum sem fjalla um það viðfangsefni sem hér um ræðir
má einkum nefna greinargóða handbók Magnúsar Jónssonar, Alþingi og
kirkjumdlin 1845-1943 (1952), doktorsritgerð Bjarna Sigurðssonar um
þróun íslensk kirkjuréttar, Geschichte und Gegenwartsgestalt des islandischen
Kirckenrechts (1986), doktorsritgerð Péturs Péturssonar, Church and Social
Change; A Studie ofthe Secularization Prosess in Iceland 1830-1930) (1983)
og rannsóknarrit Sigurjóns Árna Eyjólfssonar, Ríki og kirkja; Uppruni og
þróun þjóðkirkjuhugtaksins. Bók Magnúsar gefur gott yfirlit yfir löggjafarstarf
á tímabilinu. I riti Bjarna er að finna kirkjuréttarlega greiningu. Ritgerð
Péturs gefur mikilvægan félagsfræðilegan bakgrunn að þróun kirkjumálanna.
I riti Sigurjóns Árna er loks að finna guðfræðilega greiningu á þjóðkirkju-
hugtakinu og þeirri kirkjuguðfræði sem liggur því til grundvallar hjá Lúther
og Schleiermacher.
22
j