Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2011, Blaðsíða 37
undir aðskilnað.68 Hér má líta svo á að Þórhailur biskup mæli fremur gegn
aðskilnaði. Breytingin var þó þess eðlis að biskup landsins hlaut að vekja
athygli á henni og afleiðingum hennar hver svo sem persónuleg afstaða hans
til aðskilnaðar var.
Þá var lagt til að aftan við 47. (núv. 64.) gr. kæmi viðbót er kvæði á um
að „enginn [væri] skyldur til að inna af hendi persónuleg gjöld til neinnar
annarar guðsdýrkunar en þeirrar er hann sjálfur aðhyllist.“69 í því sambandi
benti Þórhallur á að menn væru skyldir til að borga til ýmissa málaflokka í
samfélaginu í heild og sveitarfélagi sínu er þeir hefðu „óþökk á“. Með þessari
breytingu væri „guðsdýrkuninni gert hærra undir höfði, og hún [staðsett]
á því hugsjónasvæði, að krafist er að goldið sé til hennar af fúsum huga.“70
Þessi breyting kom í framhaldi af lagabreytingu frá 1909 er olli því að hinar
fornu sóknartekjur til presta og kirkna viku fyrir persónulegum gjöldum
eða nefskatti sem allir greiddu er ekki guldu að minnsta kosti jafnhá gjöld
til annars trúfélags sem naut þjónustu viðurkennds forstöðumanns, þar á
meðal þeir er stóðu utan allra trúfélaga. Með stjórnarskrárbreytingunni
skyldi sá hópur leystur undan gjöldum til prests og kirkju. Taldi Þórhallur
þar með því marki náð hér sem jafnaðarmenn víða erlendis væru enn að
berjast fyrir, það er „að trúmál séu einkamál“.71 Má ætla að hann hafi fagnað
þessari breytingu þótt hann lýsi ekki persónulegri afstöðu sinni til hennar
sérstaklega. Fól breytingin í sér mikilvæga réttarbót þeim til handa sem
stóðu utan þjóðkirkju. Auk þess stuðlaði hún að jafnrétti trúfélaga í landinu.
I framhaldi af meginákvæði 47. gr. skyldi þó koma viðbót þess efnis
að þeir er stæðu utan allra viðurkenndra trúfélaga skyldu gjalda ígildi
sóknargjalds til Háskóla íslands eða einhvers styrktarsjóðs við hann. Það
ákvæði kom inn að tillögu nefndar sem um málið fjallaði í neðri deild.72
Þar með skyldi komið í veg fyrir fjárhagslegan ávinning af því að standa
utan trúfélaga.73 I þessu efni var byggt á fyrirmynd úr 82. (núv. 68.) gr.
68 Hvað heldur - hvað veldur? 1914b: 107. Sigurður P. Sívertsen 1915: 186
69 Alþingistíðindi 1914(A); 4, 671, 674, 751, 753, 759. Stjórnartíðindi 1915(A): 20. Hvað heldur
- hvað veldur? 19 l4a: 68.
70 Hvað heldur - hvað veldur? 19 l4a: 69. Sjá og Sigurður Stefánsson 1910: 105.
71 Hvað heldur - hvað veldur? 19l4a: 69. Magnús Jónsson 1952: 94-95.
72 Alþingistíðindi 1913(A): 935, 1083, 1331, 1536. Alþingistíðindi 1914(A): 4-5, 671, 674, 751,
753, 759. Stjórnartíðindi 1915(A): 20. Gunnar Helgi Kristinsson 1994: 124-125. Gammeltoft-
Hansen 1999: 325.
73 Hvað heldur - hvað veldur? 19l4a: 69
35
L