Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2011, Page 107

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2011, Page 107
þessi maður syndgað eða foreldrar hans, fyrst hann fæddist blindur?" (v.2) Jesús gefur hins vegar enga „góða ástæðu“ fyrir blindu mannsins, segir Fortune. Fremur bendi hann á hvar Guð sé í þjáningu mannsins og hvað hann geti gert í aðstæðum hans.23 Fortune er ekki fylgjandi guðfræði sem lítur á krossfestingu Jesú sem líkan fyrir nauðsynlega þjáningu manna, né heldur að þjáning kristins fólks sé nauðsynleg og skiljanleg í ljósi krossfestingar Krists. Krossfestingin er í hennar augum fremur líkan fyrir hrylling þjáningarinnar sem og fyrir þann vilja Guðs að enginn eigi að þurfa að þjást vegna ofbeldis framar. Hún heldur ekki upp á hina klassíska friðþægingarkenningu kristninnar sem heldur því fram að Guð hafi fórnað syni sínum á krossi til að sætta syndugan heim við sig. Guð drap ekki son sinn, segir Fortune og krossdauði hans er ekki friðþægingarverk Guðs og heims. Krossfestingin er harmleikur sem ekkert fær réttlætt, segir hún. Synd manna birtist í skaðlegum verkum þeirra gagnvart hver öðrum og þar með kærleika Guðs. Þessi staðreynd birtist skýrt í krossfestingu Jesú, að mati Fortune. 24 Odæðisverkin sem þolendur kynferðisofbeldis segja frá þegar þeir koma til meðferðar hjá stofnun Marie Fortune, Faith Trust Institute, svipar að mörgu leyti til þeirra ódæðisverka sem lesa má um á síðum Biblíunnar25. Kirkjan má ekki upphefja slíkt ofbeldi og þar með þjáningu þeirra sem fyrir slíku hafa orðið og gefa henni einhvern æðri tilgang, ítrekar Fortune. Guð hefur sannarlega ekki sent viðkomandi þessa reynslu til að styrkja hana eða hann. Guðsmynd sem styðji slíka túlkun segir hún ekki vera til staðar í Nýja testamentinu. Hins vegar sé það staðreynd að fólk þjáist. Spurningin sé þó ekki endilega hvers vegna viðkomandi þjáist, heldur fremur hvað maður eigi að gera við þjáninguna. Með því að umorða spurninguna um merkingu á þennan hátt, áréttar Fortune, breytir maður samtímis eigin stöðu, úr óvirkum einstaklingi sem horfir til æðri máttarvalda og spyr hvers vegna þetta hafi komið fyrir sig - í þroskaðri einstakling sem tekur ábyrgð á sjálfum sér, í aðstæðum sem þessum, með hjálp Guðs og góðra manna.26 23 Fortune, Marie M. 2005. Sexual Violence, bls.138-139. 24 Fortune, Marie M. 2005. Sama rit, bls.140-142. 25 Það eru ófáar frásögur í Gamla testamentinu af kynferðislegu ofbeldi og nauðgunum á konum. Þekktustu dæmin eru trúlega í Mósebókunum, Síðari Samúelsbók og í Dómarabókinni. Phyllis Trible hefur skrifað um hryllingstexta Biblíunnar og kynferðislegt ofbeldi í bókinni Texts ofTerror. Literary-Feminist Readings of Biblical Narratives (1984, Philadelphia, Fortess Press). 26 Fortune, Marie M. 2005. Sexual Violence, bls. 143-144. 105
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.