Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2011, Page 10

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2011, Page 10
til Lúthers og kennivalds hans sem og nýjustu rannsókna í biblíufræðum til að styðja gagnrýni sína. Sólveig Anna Bóasdóttir fjallar í grein sinni Ábyrg og réttlát viðbrögð gagnvart þolendum kynferðisofbeldis um hvað felst í því að kirkjan gerist miskunnsamur Samverji gagnvart þolendum kynferðislegs ofbeldis. Greinin byggist á vinnu og rannsóknum einnar virtustu fagmanneskju í heiminum á sviði fræðslu- og forvarnarmála um kynferðislegt ofbeldi í trúarlegu samhengi, sem er dr. Marie M. Fortune, en hún mun sækja Island heim og halda fyrirlestra og námskeið um þetta efni á hausti komanda. Ahersla greinarinnar liggur einkum á tveimur guðfræðilegum hugtökum: Synd og réttlæti og hvað þau merkja í samhengi kynferðislegrar misnotkunar í trúarlegu samhengi. Að lokum er fjallað um merkingu fyrirgefningarinnar fyrir þolendur kynferðislegs ofbeldis. Það hefur verið stefna Ritraðarinnar að fjalla um doktorsritgerðir í guðfræði þegar það á við. Nokkuð er liðið síðan þetta var síðast gert en í þessu hefti er bætt úr því og fá þrjár nýlegar doktorsritgerðir íslenskra guðfræðinga umfjöllun að þessu sinni. Það er von ritstjórnar Ritraðarinnar að slíkar umfjallanir gefi lesendum innsýn í það sem er nýjast á sviði guðfræði og trúarbragðafræði hverju sinni. Dr. Gunnar Kristjánsson prófastur fjallar um rannsóknarverkefni Sigríðar Guðmarsdóttur frá 2007 sem lagt var fram við Drew háskólann í Bandaríkjunum, The Abyss of God: Flesh, Love and Language in Paul Tillich, en ritgerðin er á sviði samstæðilegrar guðfræði og beinir sjónum að hugtakinu hyldýpi Guðs hjá einum þekktasta guðfræðingi 20. aldarinnar, Paul Tillich. Þá fjallar prófessor Ingólfur Ásgeir Jóhannesson um rannsóknarverkefni Sigurðar Pálssonar, Kirkja og skóli á 20. öld. Staða og þróun kennslu í kristnum frœðum og trúarbragðafrœðum á Islandi með samanburði við Danmórku, Noreg og Svíþjóð, frá 2008 en það verkefni var lagt fram við Kennaraháskóla Islands. Að lokum fjallar dr. Sigríður Guðmarsdóttir, sóknarprestur um rannsóknarverkefni Hauks Inga Jónassonar frá 2006, In a land of a Living God: The Healing Imagination and the Icelandic Heritage, en þá rannsókn, sem er þverfræðileg og varðar bæði svið trúarbragðafræði og geðsjúkdómafræði, varði Haukur Ingi við Union Theological Seminary í New York í Bandaríkjunum. Tveir ritdómar eru að lokum meðal þess efnis sem Ritröðin hefur upp á að bjóða að þessu sinni. Prófessor Einar Sigurbjörnsson ritar annars vegar um bók Steinunnar Jóhannesdóttur frá árinu 2010, Heimanfylgju en hún fjallar um æsku og uppvöxt hins þekkta sálmaskálds, Hallgríms Péturssonar. Hins vegar fjallar Gunnlaugur A. Jónsson, prófessor um skýringarrit Carol Meyers Exodus. The Cambridge Bible Commentary og er það rit frá árinu 2005. Á eitt hundrað ára afmælisári Háskóla íslands og þar með Guðfræðideildarinnar sem er ein þriggja elstu deilda skólans er það von ritstjórnar Ritraðar Guðfrœðistofnunar að það fjölbreytta efni sem hún inniheldur að þessu sinni megi nú sem endranær gleðja og fræða lesendur hennar. Sólveig Anna Bóasdóttir 8
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.