Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2011, Síða 30

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2011, Síða 30
gífuryrtu íslensku umræðu gæti þá hafa virst aðskilnaður ríkis og kirkju yfirvofandi. Einnig leit hann svo á að líklega mundi meirihluti þjóðarinnar svara játandi ef hún væri spurð hvort aðskilnað ætti að gera. Þar með væri þó ekki allur vandi leystur þar sem skilnað yrði að gera „með nokkurnveginn góðu samkomulagi“.37 Þegar kæmi að ráðstöfun kirkjufjárins við aðskilnað að frá töldum kirkjubyggingum og sjóðum þeirra kvaðst Þórhallur sömu skoðunar og hann hafði reifað í Kirkjublaðinu 15 árum fyrr.38 Lárus Halldórsson (1851-1908) þá prestur fríkirkjusafnaðarins í Reyðarfirði hafði 1896 látið í ljós þá skoðun að ríkið hlyti að taka til sín fasteignir þær er þjóðkirkjan teldist eigandi að kæmi til aðskilnaðar.39 Þessu lýsti Þórhallur sig ósammála. Kvað hann eignirnar „ ...gefnar af trúuðum kristnum mönnum til að halda uppi kristinni guðsþjónustu og trúarbragða- kennslu, þær eru erfðafje gefxð í þessu skyni og því má ríkið sízt brjála.“40 Taldi hann þó rétt að ríkið tæki jarðeignirnar til sín en að andvirði þeirra væri látið mynda höfuðstól sem ríkið greiddi árlega vexti af „um aldur og æfi“ til kirkjulegra nota.41 Þar bæri þó ekki að binda sig við eina kirkjudeild heldur ætti að skipta fjármununum milli allra kristinna trúfélaga sem ryðja kynnu sér til rúms í landinu og sem ríkið viðurkenndi „eptir settum skipunarlögum".42 Meðan um ríkiskirkju væri að ræða taldi Þórhallur hins vegar eðlilegt að hún nyti jarðeignanna umfram önnur trúfélög þar sem hún hefði „stórmiklar kvaðir og skyldur, sem fríkirkja er leyst undan“.43 Þá taldi hann að skilgreina ætti rúmt hvaða trúfélög væru kristin.44 Á ritunartíma greinarinnar nutu þó aðeins lútherskir söfnuðir viðurkenningar í landinu.45 37 Skilnaðarkjörin 1911: 273. 38 Skilnaðarkjörin 1911: 274. 39 Lárus Halldórsson 1896: 131. 40 Kirkjueignirnar 1896: 216. Til glöggvunar á hverju eignir kirkjunnar næmu benti Þórhallur á að áður fyrr hafi verið venja að giska á að jarðeignir kirkjunnar stæðu í einni milljón. Taldi hann það vanáætlað auk þess sem töluverð verðmæti lægju í prestmötum, ítökum, kvöðum, innistæðum o. fl. Aleit hann kirkjueignir nema hátt í tveimur milljónum. Væru þá ótalin kirkjuhúsin með sjóðum þeirra. Væri minnst af því komið í hinn sameiginlega kirkjujarðasjóð sem stofnaður var 1907. í hann skyldi andvirði seldra kirkjujarða og ítaka renna auk þess að leggja skyldi í hann peningaeign prestakalla sem eins konar sparisjóð. Vextir af honum runnu síðan í prestlaunasjóð. Skilnaðarkjörin 1911: 272-274. Stjórnartíðindi 1907: 316. Einar Arnórsson 1912: 187-189. Sjá Kirkjueignirnar 1896: 216. 41 Kirkjueignirnar 1896: 216. 42 Kirkjueignirnar 1896: 217. 43 Kirkjueignirnar 1896: 217. 44 Kirkjueignimar 1896: 218. 45 Kirkjueignirnar 1896: 217. 28
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.