Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2011, Qupperneq 92
guðfræðina orðin áberandi. Þegar leið á fjórða og sérstaklega fimmta átatug
aldarinnar veikist staða hennar til muna.
4. Sigurbjörn Einarsson:
Lúther sem málsvari nýrétttrúnaðarins
4.1 Uppgjörið við frjálslyndu guðfrœðina
Sigurbjörn Einarsson tók fullan þátt í þessari umræðu. Hann glímdi
annars vegar við fulltrúa frjálslyndu guðfræðinnar og hins vegar íylgismenn
róttækrar efnishyggju og pósitívisma. Sigurbjörn svaraði fyrri hópnum með
því að kynna nýja guðfræðistrauma sem snerta ritskýringu og lútherrann-
sóknir. Seinni hópnum svarar hann með því að reifa samband guðfræði og
náttúruvísinda í samhengi kristinnar sköpunarguðfræði. Sigurbjörn gerir
sér vel ljóst að veruleika trúarbragða er ókleift að afmarka við einkalíf
einstaklingsins. Sú gagnrýni á trú og kristni sem fulltrúar kommúnista
og fasisma beittu í krafti efnishyggjunnar er afsprengi tiltekinnar trúar.
Trúnni á endurlausnarmátt stjórnmálakerfa hafa menn skipt út fyrir trúna
á Guð. Þegar á fjórða áratugnum ritaði Sigurbjörn rit og greinar sem fjalla
um vanda kristninnar í þriðja ríki Hitlers. I þessu samhengi þýddi hann
prédikunarsöfn eftir Martin Niemöller (1892-1984) og Kaj Munk (1898-
1944).73 Uppgjör hans við frjálslyndu guðfræðina ber að skoða í þessu
samhengi, en hann sakar fulltrúa hennar um að virða ekki tímanna tákn.
Sigurbjörn grípur í röksemdum sínum aftur til tveggja meginágreiningsefna.
Hann tengir þau hér saman, þ.e. vægi ritningarinnar og gildi sögurýninnar
fyrir rannsóknir og nýjar áherslur í lútherrannsóknum.74
samtíð, Reykjavík 2004, 320-326, 329-333; Pétur Pétursson, „Þjóðkirkja, frelsi og fjölbreytni11,
303.
73 Sigurbjörn Einarsson, „Kristindómurinn og þriðja ríkið“, í; Nýtt land, Reykjavík 1937; Sami,
Kirkja Krists í ríki Hitlers, Reykjavík 1940; þýðingar: Kaj Munk, Við Babylons fljót, Reykjavík
1944; Kaj Munk, Með orðsins brandi, Reykjavík 1945; Martin Niemöller, Fylgþú mér, Reykjavík
1944; Sigurður A. Magnússon, Sigurbjörn biskttp avi ogstarf, 162-164.
74 Sigurbjörn var afkastamikill höfundur og þýðandi. Hann gaf út guðfræðiritið Víðfórla á árunum
1947-1955 og þar birti hann m.a. ýtarlegar greinar um áðurnefnd efni. Sjá: Sigurbjörn Einarsson,
„Trú og verk í kcnningu Lúthers“, í: Víðfórli 1, 1947, 10-17. Sjá einnig: Sigurbjörn Einarsson,
„Er Biblían óskeikul?“, í: Víðforli 2, 1948, 10—17; sami, „Lúther um bænina“, í: Víðfórli 3,
1949, 79-91; sami, „Viðhorf í nútímaguðfræði", í: Víðfórli 4, 1950, 129-146 (endurprentað
í: Sigurbjörn Einarsson, Coram Deo, Reykjavík 1981, 45-60); sami, „Lúther, Melankton og
Kóperníkus“, í: Víðfórli 4, 1950, 198-204; sami, „Nútímaviðhorf í guðfræði“, í: Vtðfórli 5,
1951, 146-160. Þýðingar hans voru þessar helstar: Sigurbjörn Einarsson, „Lúther um Biblíuna.
I. Formáli Lúthers fýrir Nýja testamentinu. II. Formáli Lúthers fyrir Rómverjabréfmu", í: Viðfórli
4, 1950, 213-223; sami, „Trú og breytni að skilningi Lúthers“, í: Samtíð og Saga - Nokkrir
90