Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2011, Blaðsíða 116
krossfestu hann. Hann segi ekki: Syndir ykkar eru fyrirgefnar, heldur vísar
til hans sem valdið hefur. „Faðir, fyrirgef þeim því að þeir vita ekki hvað þeir
gjöra“ (Lúk 23:34). Alyktun Keene er sú að í niðurlægð sinni á krossinum
sé Jesús ekki í stöðu til að fyrirgefa: Guð einn hafi vald til þess. Einmitt á
krossinum hefði mátt hugsa sér ákveðin hvörf frásögunnar, nefnilega þau
að Jesús hefði þar og þá getað breytt hinum ríkjandi fyrirgefningarskilningi
sem alls staðar megi sjá í Nýja testamentinu. Hér hefði hann getað brotið
blað og boðað að hinir veiku ættu að fyrirgefa skilyrðislaust. Það gerir hann
ekki að mati Keene.47
Samkvæmt Keene má sjá ámóta viðhorf og í guðspjöllunum varðandi
fyrirgefninguna í bréfum Nýja testamentisins þar sem talað er um fyrir-
gefningu milli manna. Hún sé aðeins möguleg að uppfylltum vissum
skilyrðum. Þau eru, að sá sem fyrirgefi verði að vera valdameiri eða að
minnsta kosti jafngildur þeim sem fyrirgefninguna hlýtur. Páll postuli, segir
Keene, hvetur hvergi til þess að valdaminna fólk fyrirgefi þeim valdameiri:
Fyrirgefning milli manna er einungis möguleg milli jafningja.48 Vald og
nauðsyn valdajafnvægis milli aðila er því lykilatriði í skilningi Fortune á
fyrirgefningunni og útskýrir um leið hvers vegna ekki er hægt að reikna með
að fyrirgefning eigi sér alltaf stað í mannlegum samskiptum. Þegar gerendur
játa ekki sök og iðrast ekki gerða sinna skapast ekki heldur nauðsynlegur
grundvöllur fyrirgefningar.
Lokaorð varðandi fyrirgefninguna koma frá eigin brjósti höfundar. Frá
siðfræðilegu sjónarhorni finnst mér mikilvægt að ítreka að fyrirgefningar-
hugtakið leiðir okkur inn á svið siðferðisins.49 Minn skilningur á siðferði
er að það snúist um næmi manneskjunnar fyrir því að koma auga á hið
alvarlega þegar það á sér stað og bregðast við því. Heimspekingurinn og
guðfræðingurinn Knud E. Lögstrup (1905-1981) talaði um siðferðið sem
þögla en um leið róttæka kröfu sem tali til okkar í öllum mannlegum
aðstæðum.50 Með þessu orðfæri vildi hann undirstrika að í hvert sinn sem
við mætum annarri manneskju höfum við mikilvægan hluta lífs hennar í
höndum okkar. Tal hans um hina róttæku kröfu felur í sér að siðferði og
47 Sjá grein Frederick W.Keene, „Structures of Forgiveness in the New Testament“ í Violence
Against Women atid Children. A Christian Theological Sourcebook 1995. New York, Continuum.
bls.121-134.
48 Keene, Frederick W., „Structures of Forgiveness in the New Testamem", bls. 129-130.
49 Sbr. hugleiðingar höfundar í bókinni Fyrirgefning og sátt 2009. Reykjavík, Skálholtsútgáfan.
bls.207-209.
50 Sbr. Bók Lögstrup Den etiske fordring 1956. Kaupmannahöfn, Gyldendal.
114