Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2011, Page 57

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2011, Page 57
hefðum leikur Esra einnig stórt hlutverk eða sem einhvers konar hlekkur á milli Móse (hins fyrsta lagatúlkanda samkvæmt hefðinni) og spekinganna eða rabbínanna undir lok hins forna tímatals.25 Shmuel Safrai fjallar um uppruna og þróun halakha lagahefðarinnar og bendir á að rabbínar tali um tvenns konar form þessarar hefðar: annars vegar sjálfstætt form (óháð helgum ritningum Gyðinga) og hins vegar útvíkkun (hebr. midrash-, (ft.) midrashim) á ritningarversum.26 Upphaf Mishna Abot verður í öllu falli fyrirmynd rabbínsks gyðingdóms hvað varðar guðfræði, siðfræði og aðferð. I Pirke Abot kemur fram: (1) Hvernig beri að koma fyrir sig orði á meðal lærðra manna. (2) Hvernig eigi að koma á fót teymi lærisveina. (3) Hvernig beri að túlka hið ritaða lögmál á grundvelli ritskýringar og til- tekinnar túlkunaraðferðar sem varðveiti kjarnann í texta Lögmálsins. (4) Hvernig Lögmálið (uppfræðsla), Guð (viðhald guðsdýrkunarforma) og ísrael (samfélag Gyðinga) séu stoðir gyðingdóms. (5) Hvernig allt framansagt skuli verða Guði til dýrðar án væntingar um endurgjald.27 Frá fyrstu öld f. Kr. fer nafngreindum rabbínum ört fjölgandi allt til tíma Mishna í kringum aldamótin 200 e. Kr. og allar götur síðan. Hvergi í rabbínskum heimildum er vitnað til þessara manna með orðinu Farísei en í Nýja testamentinu og verkum Flavíusar Jósefusar sagnaritara (37-100 e. Kr.) virðist hugtakið rabbíni samheiti með hugtakinu Farísei.28 Rabbí Shammai (50 f. Kr. -30 e. Kr.) og Rabbí Hillel (samtímamaður Jesú frá Nasaret) eða öllu heldur skólar í kringum nöfn þeirra unnu stóra bálka af lagatúlkun (,halakha). I kjölfar þessara rabbína koma Gamalíel I og Jóhannes ben Sakkaí. Sá fyrrnefndi notaðist mikið við bréfaform sem minnir á bókmenntaform það sem Sál frá Tarsus (6-67 e. Kr.) er þekktur fyrir.29 Þing {sanhendrirí) eru áfram haldin til að ráða málum um lagalega túlkun og þar sitja rabbínar í 25 Isiah M. Gafni, The Historical Background" 1987, s. 4. 26 Shmuel Safrai, „Halakha" 1987, s. 146; um midrashim sjá frekar, Irving Jacobs, The Midrashic Process: Tradition and Interpretation in Rabbinic Judaism 1995. 27 Sigal, Halakhah, s. 47 28 Sjá frekar Gafni, „Historical Background", s. 7-10; Saldarini, Pharisees, Scribes and Sadducees, s. hvarvetna; greinar eftir ýmsa fræðimenn í Jacob Neusner og Bruce D. Chilton ritstj., In Quest of the Historical Pharisees 2007, einkum s. 3-251 (vitnisburður frá fyrstu öld) og 255-349 (Farísear í rabbínskum gyðingdómi). 29 Sbr. Hans-Josef Klauck, Ancient Letters and the New Testament: A Guide to Context and Exegesis 2006, s. hvarvetna. 55 L
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.