Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2011, Page 57
hefðum leikur Esra einnig stórt hlutverk eða sem einhvers konar hlekkur á
milli Móse (hins fyrsta lagatúlkanda samkvæmt hefðinni) og spekinganna
eða rabbínanna undir lok hins forna tímatals.25 Shmuel Safrai fjallar um
uppruna og þróun halakha lagahefðarinnar og bendir á að rabbínar tali
um tvenns konar form þessarar hefðar: annars vegar sjálfstætt form (óháð
helgum ritningum Gyðinga) og hins vegar útvíkkun (hebr. midrash-, (ft.)
midrashim) á ritningarversum.26
Upphaf Mishna Abot verður í öllu falli fyrirmynd rabbínsks gyðingdóms
hvað varðar guðfræði, siðfræði og aðferð. I Pirke Abot kemur fram:
(1) Hvernig beri að koma fyrir sig orði á meðal lærðra manna.
(2) Hvernig eigi að koma á fót teymi lærisveina.
(3) Hvernig beri að túlka hið ritaða lögmál á grundvelli ritskýringar og til-
tekinnar túlkunaraðferðar sem varðveiti kjarnann í texta Lögmálsins.
(4) Hvernig Lögmálið (uppfræðsla), Guð (viðhald guðsdýrkunarforma) og
ísrael (samfélag Gyðinga) séu stoðir gyðingdóms.
(5) Hvernig allt framansagt skuli verða Guði til dýrðar án væntingar um
endurgjald.27
Frá fyrstu öld f. Kr. fer nafngreindum rabbínum ört fjölgandi allt til tíma
Mishna í kringum aldamótin 200 e. Kr. og allar götur síðan. Hvergi í
rabbínskum heimildum er vitnað til þessara manna með orðinu Farísei en í
Nýja testamentinu og verkum Flavíusar Jósefusar sagnaritara (37-100 e. Kr.)
virðist hugtakið rabbíni samheiti með hugtakinu Farísei.28 Rabbí Shammai
(50 f. Kr. -30 e. Kr.) og Rabbí Hillel (samtímamaður Jesú frá Nasaret) eða
öllu heldur skólar í kringum nöfn þeirra unnu stóra bálka af lagatúlkun
(,halakha). I kjölfar þessara rabbína koma Gamalíel I og Jóhannes ben Sakkaí.
Sá fyrrnefndi notaðist mikið við bréfaform sem minnir á bókmenntaform
það sem Sál frá Tarsus (6-67 e. Kr.) er þekktur fyrir.29 Þing {sanhendrirí) eru
áfram haldin til að ráða málum um lagalega túlkun og þar sitja rabbínar í
25 Isiah M. Gafni, The Historical Background" 1987, s. 4.
26 Shmuel Safrai, „Halakha" 1987, s. 146; um midrashim sjá frekar, Irving Jacobs, The Midrashic
Process: Tradition and Interpretation in Rabbinic Judaism 1995.
27 Sigal, Halakhah, s. 47
28 Sjá frekar Gafni, „Historical Background", s. 7-10; Saldarini, Pharisees, Scribes and Sadducees, s.
hvarvetna; greinar eftir ýmsa fræðimenn í Jacob Neusner og Bruce D. Chilton ritstj., In Quest of
the Historical Pharisees 2007, einkum s. 3-251 (vitnisburður frá fyrstu öld) og 255-349 (Farísear
í rabbínskum gyðingdómi).
29 Sbr. Hans-Josef Klauck, Ancient Letters and the New Testament: A Guide to Context and Exegesis
2006, s. hvarvetna.
55
L