Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2011, Síða 67
hefð.74 Nýrri rannsóknir leitast einmitt við að sýna að munnlegar hefðir eru
grundvallandi fyrir líflegar útleggingar og til að auðvelda fólki að takast á
við nýjar kringumstæður.75 Rannsóknir þjóðfræðinga á Arabíuskaga leiddu
til svipaðra niðurstaðna þar sem einn og sami sögukjarni var nýttur á meðal
tveggja eða fleiri ættbálka en með allt annrri tileinkun í ljósi aðstæðna þeirra
hvors fyrir sig.76
Rannsóknir á munnlegum geymdum virðast á stundum ganga út frá því
að atburðir sem lýst er í fornum bókmenntum eins og trúarlegum textum
hafi raunverulega átt sér stað og séu þannig komnir á blað einhvern tíma
í kjölfarið á meintum atburðum. Stundum hafi þetta átt sér stað löngu
seinna eins og í tilviki margra hefða í Gamla testamentinu en í öðrum
tilvikum tillölulega stuttu eftir að atburður áttu að hafa átt sér stað eins og
í Nýja testamentinu. Ekki eru allir sammála því að textar eins og hér hafa
verið nefndir byggi á raunverulegum atburðum sem átt hafi sér stað eða að
sögur hafi verið til sem textarnir byggi á jafnvel án slíkrar sagnfræðilegrar
tilvísunar.77 Þá hafa aðrir fræðimenn, eins og Vernon K. Robbins, bent
á að mikil skil hafi orðið í menningarheimi Miðjarðarhafsins í kringum
Kristsburð og skömmu síðar. Hann telur að á þessum tímamótum hafi
ritun leyst af hólmi eldri tilraunir til að varðveita margs konar hefðir með
minnistækni.78
En minnistækni hentar augljóslega vel þegar leitast er við að halda fram
fornum uppruna einstakra hefða og það á einnig við um meintan uppruna
rabbínskra hefða eins og þær sem er að finna í Mishna og Tosefta. Jakob
Neusner, einhver afkastamesti sérfræðingur um rabbínskan gyðingdóm
nú um stundir, heldur því fram að rökfræði rabbínsku hefðanna, stefin
og mælskufræðin að baki þeim, opinberi tæknilegt minnismódel sem gert
hafi Gyðingum kleift að varðveita slíkar hefðir um langan tíma eða þar til
þær voru settar á blað í Mishna og Tosefta og fleiri verkum. Mælskufræðin
á sér vissulega uppruna í samhengi sem er hinn opinberi vettvangur laga
og stjórnmála og hún kennir textasköpun bæði til munnlegs flutnings og
ritunar á bók eða blað.79 Neusner heldur því fram að einstakir bálkar Mishna
74 Kelber, sama rit, s. 32-34.
75 Sbr. Virginia Burrus, Chastity as Autonomy: Women in the Stories of the Apocryphal Acts 1987.
76 Sbr. Meeker, Literature and Violence, s. 49-107.
77 Sbr. t.d., Burton L. Mack, A Myth of Innocence: Mark and Christian Origins 1988.
78 Sbr. Robbins, Early Christian Discourse, s. 97-108.
79 Sbr. Mack, Rhetoric, s. 34-35.
L
65