Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2011, Qupperneq 42
stefnunnar“. Taldi hann að aðskilnaður ríkis og kirkju ætti því að vera þeim
kappsmál er henni gengjust á hönd. Þeir væru þá lausir við „öll afskipti
ríkisins af trúmálaskoðunum þeirra og ... það ámæli að vilja lifa á kostnað
þeirra, sem ekki geta felt sig við kenningar þeirra“ og átti þar við söfnuði
er aðhylltust eldri guðfræðihefð.94 Var niðurstaða Sigurðar þessi:
Eins og nú er komið, er skilnaðurinn æskilegasta leiðin út úr því öngþveiti,
sem kirkjumál vor eru komin í. Löggjafarvaldið hefur undanfarin ár verið
að leggja nýjar bætur á gamalt fat með ýmsum lögum, sem alls ekki eiga við
þjóðkirkjufyrirkomulagið og standa sem niðurrifsfleygar í þjóðkirkjubygg-
ingunni, svo koma þessar nýju trúmálastefnur, sem sigla undir fölsku flaggi
þjóðkirkjunnar, en heimta af henni kaup og kost.
Þjóðkirkjan íslenska glatar óðum virðingu sinni með allri þeirri lausung,
ljettúð, hálfvelgju og stefnuleysi, sem ár frá ári vex á öllum sviðum trúar- og
kirkjumála vorra.
Hún er að verða lifandi lík í höndum kirkjustjórnar og klerkdóms ríkisins.
Vilja kirkjunnar menn heldur horfa á hana veslast upp í ríkisfjötrunum,
en leysa þá í þeirri von, að lífsandinn af hæðum blási nýju lífi yfir dal hinna
dauðu beina?
Kristindómur þjóðar vorrar vinnur áreiðanlega miklu meira en hann tapar
við sambandsslitin.95
Þórhallur Bjarnarson gerði mál Arboe Rasmussen sem og skrif Sigurðar
í Vigur að umtalsefni í Nýju kirkjublaði. Kvað hann afleiðingar dómsins
verða að í Danmörku yrði horfið frá löggjöf um eftirlit af hendi ráðherra
og biskups með kenningu presta og sú skipan tekin upp að „hver einstakur
söfnuður hafi þar á völd og ábyrgð, hverjar trúarskoðanir hann kýs eða
þolir hjá presti sínum“.96 I grein sinni gekk Þórhallur út frá þeim skilningi
94 Sigurður Stefánsson 1916: 18. Sjá og Sigurður Stefánsson 1916: 10-12. Gísli Sveinsson
(1914: 208-209) var á sama máli. Fyrir honum útilokaði þjóðkirkjuskipanin kenningarfrelsi
innan þjóðkirkjunnar og krafðist meiri fastheldni við játningarrit kirkjunnar en frjálslynda
guðfræðihefðin og spíritismi rúmuðu. Sjá og Sigurbjörn A. Gíslason 1912a og Sigurbjörn Á.
Gíslason 1912b.
95 Sigurður Stefánsson 1916: 18-19. Torvelt er að segja við hvaða lög sem „ekki eiga við
þjóðkirkjufyrirkomulagið“ Sigurður á. Þó má benda á stjórnarskrárbreytingarnar 1915. Sigurður
hafði þegar 1893 lýst sig þeirrar skoðunar að heilladrýgst væri að losa fremur en herða „þau
verzlegu bönd, sem nú liggja á kirkju vorri“. Vildi hann því viðhalda biskupsembættinu en
tillögur höfðu komið fram um að það yrði lagt niður. Sigurður Stefánsson 1893: 55.
96 „Rúmgóða þjóðkirkjan“ 1916: 185 Kenningarfrelsi presta og í tengslum við það réttur safnaða til
að losast við presta hafði verið til umræðu hér. Jón Helgason hafði m.a. talað fyrir kenningarfrelsi
á prestastefnu 1909 og stefnan þá samþykkt samhljóða að tillögu Þórhalls biskups ályktun um
rétt safnaða til að „fá prest leystan frá embætti" vegna „réttmætra ástæðna“ og eftir „ítrekaðar"
sáttadlraunir. ÞI. Bps. 1994-BA/l. Prestastefnan á Þingvelli 1909: 166-167. Á prestastefnu á
40