Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2011, Síða 60
Nokkuð öruggar heimildir frá þessu tímabili: Mósebækurnar fimm á
hebresku og að hluta til í grískri þýðingu; hugsanlega nokkur spámanarit.
Sjá frekar Viðauka hér að neðan.
Lagaefni frá síðgyðingdómi:
300f. Kr.-70 e. Kr. í Alexandríu og víðar í dreifingunni
Tímabilið eftir 300 f. Kr. og fram yfir miðja fyrstu öld hins nútímalega
tímatals bætir hér verulega úr skák hvað varðar lagaefni í gyðingdómi.
Frá þessum tíma eru öll þau rit sem er að finna í Septúagintu eða öll rit
hebreska og arameíska Gamla testamentisins ásamt apókrýfum bókum
Gamla testamentisins í þröngum skilningi. Þessar síðast töldu eru þær
bækur sem er að finna í Septúagintu en ekki textahefð masóretanna sem
rabbínskur gyðingdómur eftir 70 e. Kr. lagði til grundvallar sinni útgáfu af
Gamla testamentinu.41 Septúaginta er hér megin heimild enda þótt heilar
útgáfur af henni séu ekki varðveittar fyrr en í handritum frá fjórðu öld þessa
tímatals.42 I Egyptalandi býr Fílon frá Alexandríu (20 f. Kr.-50 e. Kr.).
Hann umtúlkar rit og hefðir síðgyðingdómsins á grundvelli allegórískrar
túlkunar en rit hans eru vanmetinn þáttur í lagatúlkun gyðinginsdóms í
dreifingunni frá því á fyrstu árum rabbínskrar túlkunar innan fræðasam-
félagsins.43 Frá þessu sama tímabili er að finna ýmislegt lagaefni og túlkun á
því í verkum Flavíusar Jósefusar, en sagnaritarinn ritar á grísku og bjó lengi
í Róm og víðar fjarri Jerúsalem og er því hafður hér með.44 Þá varðveita
áletranir af margvíslegum toga ýmiss konar upplýsingar um lagalegt efni og
lagatúlkun. AJetranir hafa fundist víða í byggðum Gyðinga í dreifingunni
og í Elefantíne í Egyptalandi á nokkrum tungumálum en einkum grísku og
latínu.45 Sálmar Salómons frá fyrstu öld f. Kr. eiga einnig heima hér en þeir
sjá Soggin, Introdnction, s. 211-297 (spámenn almennt taldir uppi fyrir babýlónsku herleiðinguna)
og 301-359 (um spámenn almennt taldir uppi eftir eða á tíma bablýónsku herleiðingarinnar).
41 Sbr. Koester, History, Culttire, and Religion of the Hellenistic Age, s. 1: 237-238; sbr. Daniel J.
Harrington, S.J., Invitation to the Apocrypha 1999; Safrai, „Halakha", s. 133-140; 144-146.
42 Jón Ma. Ásgeirsson, „Undan skugga Vúlgötu", s. 68, n. 2.
43 David Winston, „Judaism and Hellenism: Hidden Tensions in Philo's Thought“ 1990, s. 1-19;
sbr. og Samuel Belkin, Philo and the Oral Law: Philonic Interpretation of Biblical Law in Relation
to Palestinian Halakah 1940.
44 Sjá t.d., Steve Mason, Josephus, Judea, and Christian Origins: Methods and Categories 2009, s.
217-238.
45 Alejandro F. Botta, The Aramaic and Egyptian Legal Traditions at Elephantine 2009, s. hvarvetna;
Margaret H. Williams, The Jews among the Greeks and Romans: A Diasporan Sourcebook 1998, s.
hvarvetna; Carlo Giordano og Isidoro Kahn, The Jews in Pompeii, Herculaneum, Stabiae and the
Cities of Campania Felix 2001, s. hvarvetna.
58