Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2011, Page 22

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2011, Page 22
Hjalti Hugason, Háskóla Islands Þróun sjálfstæðrar þjóðkirkju á öndverðri 20. öld Sjálfstæði eða aðskilnaður? - Kirkjupólitík Þórhalls Bjarnarsonar 1893-1916 Inngangur Á íslandi er við lýði sérstæð kirkjuskipan en hér starfar sjálfstæð þjóð- kirkja í stjórnarskrárbundnum tengslum við ríkisvaldið.1 Líta má á þetta fyrirkomulag sem millistig ríkis-/þjóðkirkjuskipanar af því tagi sem fram kom á 19. öld og þeirra fríkirkna sem víðast starfa nú.2 Sérleiki evangelísk- lúthersku meirihlutakirkjunnar hér á landi felst einkum í því að hún nýtur meiri sjálfsstjórnar en hefðbundnar ríkis-/þjóðkirkjur sem veldur skyldleika hennar við fríkirkjur. Á hinn bóginn nýtur hún stuðnings ríkisvaldsins umfram önnur trúfélög í landinu, sem og umfram það sem víðast tíðkast um kirkjur nú á tímum. Itarlegar er fjallað um þessa stöðu þjóðkirkjunnar í greininni „Þróun sjálfstæðrar þjóðkirkju á 20. öld - Barátta fyrir kirkjuþingi hefst“ sem birtist í síðasta hefti þessarar ritraðar. Skal vísað til inngangs þeirrar greinar varðandi fyllri mynd af núverandi sambandi ríkis og kirkju.3 Með téðri grein var hafin birting á greinaflokki þar sem áformað er að greina þróun og framvindu hugmyndarinnar um sjálfstæða þjóðkirkju frá því tillögur um slíka skipan komu fyrst fram hér á landi og til andláts Þórhalls Bjarnarsonar (f. 1855) biskups (frá 1908) 1916. Eftir það kom 1 Stjórnarskrá lýðveldisins Islands 1944 nr. 33 17. júní. Slóð sjá heimildaskrá. Lög um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar 1997 nr. 78 26. maí. Slóð sjá heimildaskrá. 2 Hér skipta hugtökin ríkiskirkja, þjóðkirkja, fríkirkja og jafnvel meirihlutakirkja máli. Hið síðasttalda er hér notað sem hreinræktað lýðfræðilegt og lýsandi hugtak sem nær yfir kirkju sem rúmar meirihluta þjóðar. Hin eru hér notuð í lögfræðilegri merkingu. Ríkiskirkja nær hér yfir kirkju sem lýtur yfirstjórn ríkisvaldsins meðan fríkirkja merkir kirkju sem er aðskilin frá því í stjórnunarlegu tilliti. Þjóðkirkja er hér notað um kirkju sem stendur mitt á milli hinna stjórnarformanna tveggja, nýtur umtalsverðrar sjálfsstjórnar sem hvílir á lýðræðislegum grunni en nýtur hins vegar stuðnings og verndar ríkisins. Þjóðkirkjuhugtakið má síðan nota í guðfræðilegri merkingu en hér er gert enda hvílir stjórnarform kirkju af hvaða tagi sem er ætíð á einhverjum guðfræðilegum grunni. Sjá t. d. Sigurjón Árni Eyjólfsson 2006: 18-24. 3 Hjalti Hugason 2010: 73-82. 20 1
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.