Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2011, Side 96
við það. Þetta mætti orða svo, að Sigurbjörn skilgreini hér hlutverk annarrar
notkunar lögmálsins. Fagnaðarerindið um Krist vísi lögmálinu í annarri
notkun sinni út úr hjarta og samvisku mannsins inn á sitt eiginlega verksvið,
sem sé fyrsta notkunin. í framsetningu Sigurbjörns er kenning Lúthers um
ríkin tvö einnig að baki er hann segir:
Rómverska kirkjan hafði sagt: Þú verður að vinna góðverk til þess að geta
orðið sæll og hólpinn. Lúther snéri þessu við: Þú verður að vera sæll og
hólpinn til þess að geta unnið góðverk, þ.e. þú verður að trúa, hafa fundið
Guð, fyrirgefninguna, kærleikann. Þá fyrst eignastu þá innri auðlegð, sem
bindur enda á starsýni hvata og vilja á sjálfan þig, eigin velferð og örlög.91
f trúnni fær maðurinn í Kristi nýjan grundvöll sjálfs sín, að mati Sigurbjörns.
Hún ein réttlætir, en trúin er aldrei ein, heldur vex af ást mannsins til Guðs
og náungans. í tveimur greinum útskýrir Sigurbjörn hvorn þátt fyrir sig. í
annarri fjallar hann um bænina í guðfræði Lúthers og sýnir hvernig skilja megi
hana sem meginvettvang í sambandi Guðs og manns.92 í hinni greininni,
sem er um Lúther, Melankton og Kóperníkus, sýnir Sigurbjörn hvernig
guðfræði Lúthers lauk upp augum manna fyrir heiminum sem vettvangi
rannsókna, athugana og aðdáunar. Kristin sköpunartrú og náttúruvísindi
mynda ekki andstæður.93 Þetta var Sigurbirni stöðugt viðfangsefni í deilum
hans við fulltrúa efnishyggju og pósitívisma í íslenskri samfélagsumræðu.
Á níunda áratugnum skrifaði Sigurbjörn aftur lengri grein um Lúther.
í henni leitast hann við að draga fram sögulega og sanngjarna mynd af
persónu og verki siðbótarmannsins. Sigurbjörn svarar í þeirri grein þeirri
almennu gagnrýni og fordómum í garð siðbótarmannsins og siðbótar-
innar sem margur menningarfrömuðurinn íslenskur hefur tileinkað sér.94
Niðurstaða Sigurbjörns er sú að kristsfræðin, endurlausnin og kenningin
um réttlætingu af trú sé þungamiðja guðfræðinnar. Hann grípur m.a. til
sænskrar og danskrar lúthertúlkunar og lagar að íslenskum aðstæðum. I
skrifum hans fær biskupsembættið miðlægt vægi, auk þess áherslan á að
Lúther hafi endurvakið guðfræði fornkirkjunnar og er hann í þeim efinum
undir áhrifum frá Gustav Aulén. I uppgjöri sínu við íslensku frjálslyndu
91 Sigurbjörn Einarsson, „Trú og breytni að skilningi Lúthers", 243.
92 Sigurbjörn Einarsson, „Lúther um bænina“, 79-91.
93 Sigurbjörn Einarsson, „Lúther, Melankton og Kóperníkus", 198-204.
94 Sigurbjörn Einarsson, „Minning Marteins Lúthers11, í: Haustdreifar, Reykjavík 1987, 37-57.
Greinin byggist á opinberum háskólafyrirlestri í tilefni 500 ára afmælis Lúthers 11. nóvember
1983.
94