Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2011, Síða 43
að þjóðkirkjan (það hugtak notar hann hér þrátt fyrir að velja oft frekar
ríkiskirkjuheitið) væri „...alveg borgaraleg stofnun, lögskipuð umgjörð sem
lykur um gagnólíkar lífsskoðanir, ef svo vill verkast“.97 Gekk Þórhallur hér
út frá lögfræðilegum þjóðkirkjuskilningi. Frá sjónarmiði ríkisins yrði þjóð-
kirkjan því að vera „rúmgóð“.98 A hinn bóginn væri það ríkjandi tilhneiging
í guðfræðideilum að menn vildu sópa öðrum út úr kirkjunni en sitja sjálfir
sem fastast. Kvaðst Þórhallur sammála Sigurði í Vigur um að „skilnaður
ríkis og kirkju verði úrræðið“ þegar svo væri komið.99 Var hann Sigurði hins
vegar ósammála í grundvallaratriðum:
Bæði er það, að þeir verða alt af fleiri eða færri Sigurðarnir, sem gera ill-lif-
andi í rúmgóðri þjóðkirkju, og í annan stað virðast tormerki á því, að ríkið
fáist til að ganga svo frá kjörum þjóðkirkjupresta að við megi búa.
Ritstjóri Nýs Kirkjublaðs mun aldrei afneita skoðuninni sem hann hélt
fram í hinu gamla Kbl. fyrir 20 árum í skilnaðarmálinu. Veit hann vel,
að þegar rúmgóðu þjóðkirkjunni er slept, getur andlega frelsinu eigi síður
orðið misboðið úr annari átt. Til varúðar í því efni var hún rituð greinin
um „Kirkjueignirnar“ í 6. árgangi „Kirkjublaðsins". Komi skilnaðarmálið
verulega á dagskrá hjá oss, kemur sú skoðun, sem þar var haldið fram, til
greina.100
Hér nefndi Þórhallur tvær gjörólíkar ástæður sem hann taldi mæla með
aðskilnaði: Að menn ættu örðugt með að lifa með þeim guðfræðilega
skoðanamun sem nauðsynlegt væri að rúmaðist í þjóðkirkju sem njóta ætti
stuðnings og verndar ríkisins og að undir aðhaldssömu ríkisvaldi muni
örðugt að tryggja prestum viðunandi kjör. Hann áleit sýnilega að slíkt
gengi betur ef söfnuðir fengju sjálfir að ráða málum sínum. Miðað við það
kongregationalíska fyrirkomulag sem hann taldi á síðari hluta ævinnar að
ætti að taka við af þjóðkirkjuskipaninni er ljóst að fyrrnefnda vandamálið
mundi leysast sjálfkrafa. Frjálsir söfnuðir mundu kalla sér til þjónustu þá
presta eina er kenndu í anda þeirrar guðfræði sem safnaðarmenn sættu sig
við. Þá mundu kjaramál presta einnig ráðast af beinum samningum þeirra
Hólum 1910 ræddi Þórhallur Bjarnarson um afleiðingarnar af kjörfrelsi safnaða og kenningarfrelsi
presta og var samþykkt prestastefnunnar árið áður um að söfnuðir gætu sagt prestum upp ítrekuð.
ÞÍ. Bps. 1994-BA/l.
97 „Rúmgóða þjóðkirkjan" 1916: 185.
98 „Rúmgóða þjóðkirkjan“ 1916: 185.
99 „Rúmgóða þjóðkirkjan“ 1916: 186.
100 „Rúmgóða þjóðkirkjan" 1916: 186. Um Sigurð í Vigur sem andstæðing frjálslyndu guðfræðinnar
sjá m.a. Tryggvi Þórhallsson 1916: 233-240.
41