Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2011, Page 142
í þessum víða skilningi Hauks Inga þar sem land his lifanda Guðs og
land ímyndunaraflsins eru eitt og hið sama er hin guðfræðilega orðræða
ekki lengur fasttengd einhverju einu afmörkuðu sviði hins heilaga sem
aðgreindu frá hinu prófana eða veraldlega. Flokkunin sem Haukur Ingi
nýtti sér í ritgerðinni til að ræða hin ólíku tengsl sjálfsins við óvitund,
manneskjur, hina ómönnuðu náttúru og hið heilaga hverfur hér út í veður
og vind með nýju sjónarhorni. Slík nálgun á hið trúarlega ímyndunarafl
sem er undistaða allra tengsla og tákna í máli myndi í guðfræði Tillich gerir
ráð fyrir Guði sem grundvelli tilverunnar (ground of being) eða grundvelli
lífs. Slík guðshugmynd er mjög ólík þeim mannlegu myndum sem gjarnan
eru dregnar upp af guðdómnum sem góða pabbanum, kónginum eða
hirðinum. Haukur Ingi undirstrikar þessa óræðu vídd enn frekar með því
að tala um lifanda guðdóm með óákveðnum greini frekar en ákveðnum
{land ofa living God).
Haukur Ingi beinir sjónum að trúarlegum stofnunum undir lok fimmta
kaflans og möguleika þeirra á að hafa áhrif á þetta læknandi ferli ímynd-
unaraflsins. Hann beinir máli sínu til íslensku þjóðkirkjunnar og bendir á
mikilvægi þeirrar kirkjudeildar fyrir íslenskt samfélag svo og því sem hann
telur að hindri þá stofnun í að stuðla að lífi íslendinga í fullri gnægð. Þetta
verkefni íslensku þjóðkirkjunnar er fjórþætt að dómi Hauks Inga og má
lesa um aðeins fyrr í kaflanum (bls. 408-9). Að hans mati ætti kirkjan að
einbeita sér að því í fyrsta lagi, að takast á við slæmar og óheilsusamlegar
heimsmyndir sem gera lítið úr ímyndunarafli og þörf okkar fyrir tákn og
menningu. I öðru lagi ættu slík viðhorf til ímyndunaraflsins að efla kirkjuna
í að hjálpa fólki til að íhugunar og sjálfskoðunar. í þriðja lagi gæti kirkjan
stuðlað að því að hið græðandi ímyndunarafl efli íslenskan almenning til að
taka þroskaðar og vel ígrundaðar ákvarðanir sem neytendur og borgarar í
hinum fjórföldu tengslum óvitundar, annarra manneskja, hinnar ómönnuðu
náttúru og hið heilaga. I fjórða lagi og síðasta lagi telur Haukur Ingi að
trúarlegar stofnanir eins og þjóðkirkjan geti einnig stuðlað að því að efla
sjálfræði fólks og lýðræðislegar ákvarðanir þess, í því augnamiði að hjálpa
því til fullrar gnægðar og draga úr hömlum á þeim þroska.
Haukur Ingi hefur dregið upp með aðstoð geðlæknisfræðinnar og hins
íslenska sagnaarfs áhugaverðan mannsskilning og guðskilning sem liggur
til grundvallar guðfræði hans. Ég hef leitt að því líkum að slík guðfræði sé
að einhverju leyti í samhljómi eða ættuð frá skóla Tillich. Haukur notar
hugtakið ultimate concern í niðurlagsorðum sínum bls. 426 til að lýsa
140