Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2011, Blaðsíða 113
því gæta sérstakrar varfærni í þeim tilvikum þegar nauðgarar t.d. eignast trú
í gegn um meðferðina. Þá hætti þeir oft meðferð, segist ekki þurfa lengur
á neinu slíku að halda, því Jesús muni framvegis halda þeim á hinum
rétta vegi. Þetta hafi oft endað með skelfingu því vilji geranda sé ekki allt
sem þurfi. Raunverulegra breytinga sé þörf, sem byrji í sannri iðrun. Bati
kynferðisofbeldismannsins, sé hann mögulegur, byggist á því að hann taki
ábyrgð á gerðum sínum, iðrist og taki út sína refsingu. Að krefja gerendur
um ábyrgð sé því leið til að stöðva ofbeldi og raunveruleg leið til að hjálpa
þeim sem beita því.40
Miskabætur
Fortune undirstrikar að mikilvægt sé að leitast við að bæta efnislega þann
skaða sem orsakaður hafi verið - og ef gerandi bæti hann ekki sem hluta af
iðrunarferli sínu, beri samfélaginu skylda til þess. Slíkar bætur álítur hún hafa
bæði raunverulegt og táknrænt gildi. Afleiðingar ofbeldisverknaðarins geti
verið margvíslegar, t.d. tekjumissir vegna líkamlegs og andlegs heilsubrests
og meðferðar vegna þess. Peningar hafa táknrænt gildi í samfélagi okkar,
slær hún föstu, og það höfðu þeir líka á tímum Jesú, sbr. frásaga Biblíunnar
af Sakkeusi sem vildi borga ferfalt tilbaka það sem hann hafði innheimt
með óréttmætum hætti. (Lúk. 19:1—10) Fordæmi Sakkeusar er sanngjarn
mælikvarði á bætur til fórnarlamba kynferðisofbeldis, segir Fortune.41
Aðalatriðið varðandi miskabætur er þó það að þær tjá iðrun geranda.
I þeim felst viðurkenning á ábyrgð geranda og viðurkenning á nauðsyn
þess að bæta fyrir brot sín. Þótt bætur sem slíkar séu þess ekki megnugar
að endurreisa velferð þolanda þá geta þær sannarlega, að mati Fortune,
hjálpað til við að borga raunverulegan kostnað sem hlotist hefur af brotinu.
Einnig má hugsa sér að gerandi borgi til frjálsra félagasamtaka sem bjóða
þolendum kynferðisbrota þjónustu og styðji þar með samfélaglega ábyrgð
varðandi svipuð brot.
Uppreisn æru
í sjöunda og síðasta atriðinu sem Fortune fjallar um felst að vera leystur
undan sektarkennd og skömm. Þótt örin verði áfram til staðar, skrifar hún,
er héðan í frá mögulegt að hrista af sér hlekki áfallsins og halda af stað á
40 Fortune, Marie M. 2005. Sexual Violence, bls.158.
41 Fortune, Marie M. 2005. Sama rít, bls.159.
111