Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2011, Page 136
best, þ.e. ég nálgast hana frá sjónarhorni hugvísindamannsins og með hinar
guðfræðilegu kenningar að leiðarljósi. Með þessu þrönga sjónarhorni gefst
mér betra rúm til að rýna í tiltekin atriði sem ég tel að gætu skipt sköpum
fyrir guðfræðilega orðræðu hér á landi. Gallinn við þessa nálgun er vitaskuld
sá að stórir kaflar og áhersiur ritgerðarinnar verða ekki til umfjöllunar í
umfjöllun minni og því er þessi ritdómur hvergi nærri tæmandi sem úttekt
á verki Hauks Inga þótt hann geti vonandi komið hinni guðfræðilegu hlið
á framfæri. Vona ég að ritgerðin nái athygli sem flestra sem vel eru að sér í
geðlæknisfræðinni og að þau muni gefa henni þann gagnrýnisgaum sem hún
á skilið á þeim vettvangi. Ég tel að rannsóknin eigi svo sannarlega erindi
til útgáfu og ekki síst á íslandi og athugasemdir mínar eru ekki síst settar
fram í þeirri von að þær megi nýtast við endurskoðun og útgáfu þessarar
merkilegu vinnu.
í upphaf ritgerðar (bls. 9) er spurt: „Can we learn anything valuable about
psychiatry, religion and mental health by examining examples from the past?“
Þessari spurningu svarar Haukur Ingi játandi og doktorsverkefni hans hefur
að geyma nánari útlistun á þeim heilsudrykk sem hann telur að bergjandi
sé af í slíkum sagnabrunnum. Haukur Ingi lýsir verkefni sínu í upphafi
inngangsins á skorinorðan hátt á bls. 9:
This thesis is primarily a theoretical contribution to the field of psychiatry
and religion. However, as I delved into the curriculum within the field at
union Theological Seminary, under the supervision of Professor Ann Belford
Ulanov and her associates, 1 begin to recollect stories from the literary her-
itage of my country, Iceland. I came to realize that insights into mental
health is offered by our tales, folklore and Sagas as well as by the nation's
developmental and psychological history at large.
Even though this theses aims principally at addressing some important
issues in regard to attending to mental disturbances in general, it also
attempts to show how the native people of Iceland used imagination, either
voluntarily or involuntarily, to restore the vital balance between the cons-
cious and unconscious aspects of the psyche. The hope is that combining
these two approaches will enable the reader to see how the Icelandic literary
heritage might be mined to retrieve its healing treasure, the prime aim of the
thesis however, is to make us understand how the healing dynamics of our
imagination can hinder or facilitate abundant and peaceful living.
Það verkefni sem Haukur Ingi lýsir hér í innganginum er mjög metnaðarfullt
í margfaldleika sínum. í fyrsta lagi gerir hann ráð fyrir að útlistun
ritgerðarinnar á ýmsum hliðum lækningarmáttar ímyndunaraflsins geti nýst
134