Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2011, Blaðsíða 105
lætur Fortune vera frænda sem hefur misnotað konuna sem barn sem er
vel þekkt dæmi úr okkar samtíð. I þessari sögu segir Jesús: „Heyrið hvað
rangláti dómarinn segir. Mun Guð þá ekki rétta hlut sinna útvöldu sem
hrópa til hans dag og nótt? Mun hann draga að hjálpa þeim? Ég segi yður:
Hann mun skjótt rétta hlut þeirra.“ (Lúk 18.6-7)
I þeim tilvikum þegar trúað fólk verður fórnarlömb kynferðislegs ofbeldis
verða trúarlegar spurningar oft mjög ágengar. Fortune, sem byggir á áratuga-
langri reynslu sinni af vinnu með þolendum kynferðisofbeldis í trúarlegu
samhengi, segir nauðsynlegt að bregðast við þessum spurningum og leysa úr
þeim, annars sé hætta á að lækning og bati eigi sér aldrei stað. Meginatriði
hennar eru að það sem þolendur kynferðisofbeldis þarfnist í miðju áfallsins
sé samlíðan, stuðningur og meðaumkun.19 Einnig þar vísar hún í frásögur
Biblíunnar og leggur áherslu á að líkt og Job í Jobsbók, þarfnist fórnarlömb
kynferðisofbeldis vina, fjölskyldu, kirkju og samfélags. Of oft gerist það sem
Job fékk að upplifa, nefnilega að fólk misskilji þarfir þolendanna. I stað þess
að auðsýna samúð fari t.d. prestar oft að tala um guðfræði. Það er yfirleitt
ekki rétti tíminn til þess, segir Fortune. Það sem þolandinn þarfnist fyrst
og fremst sé að heyra að hún eða hann sé góð manneskja og það sem hafi
komið fyrir hana hafi verið rangt. Slík viðbrögð, segir Fortune, eru því
miður ekki algeng. Reynslan sýni að þjáningar þolenda eigi sér ekki síst
orsök í þögn og tómlæti umhverfisins og því merkingarleysi sem því fylgi.
Það sem er verra en þjáningin, segir hún, er merkingarlaus þjáning. Fólk
sem orðið hefur fyrir sálrænu áfalli leiti að merkingu í líf sitt. Það spyrji: af
hverju gerðist þetta, af hverju varð ég fyrir þessu? Af hverju þarf ég að þjást
svona mikið? Því sé auðvitað vandsvarað, ekki síst guðfræðilega, en þessar
spurningar verði að hafa sinn tíma. Áður en að því komi að reyna að svara
þeim þurfi margskonar „réttlát viðbrögð“ að eiga sér stað í ferlinu sem leiði
að lokum til bata.20 Snúum okkur þá alfarið að þessum viðbrögðum sem
um leið fela í sér svarið við spurningunni um hvernig vinna megi að því
að skapa réttlæti fyrir þolendur kynferðislegs ofbeldis í sálgæslu kirkjunnar.
Óskir þolenda kynferðislegs ofbeldis um réttlæti
Réttlæti er nauðsynleg forsenda þess að þolendur kynferðislegs ofbeldis
geti tekið skref í átt að bata og fyrirgefningu, segir Fortune.21 Þessi orð má
19 Fortune, Marie M. 2005. Sexual Violence, bls.130.
20 Fortune, Marie M. 2005. Sama rit, bls. 132—133.
21 Fortune, Marie M. 2005. Sama rit, bls.134.
103