Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2011, Síða 105

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2011, Síða 105
lætur Fortune vera frænda sem hefur misnotað konuna sem barn sem er vel þekkt dæmi úr okkar samtíð. I þessari sögu segir Jesús: „Heyrið hvað rangláti dómarinn segir. Mun Guð þá ekki rétta hlut sinna útvöldu sem hrópa til hans dag og nótt? Mun hann draga að hjálpa þeim? Ég segi yður: Hann mun skjótt rétta hlut þeirra.“ (Lúk 18.6-7) I þeim tilvikum þegar trúað fólk verður fórnarlömb kynferðislegs ofbeldis verða trúarlegar spurningar oft mjög ágengar. Fortune, sem byggir á áratuga- langri reynslu sinni af vinnu með þolendum kynferðisofbeldis í trúarlegu samhengi, segir nauðsynlegt að bregðast við þessum spurningum og leysa úr þeim, annars sé hætta á að lækning og bati eigi sér aldrei stað. Meginatriði hennar eru að það sem þolendur kynferðisofbeldis þarfnist í miðju áfallsins sé samlíðan, stuðningur og meðaumkun.19 Einnig þar vísar hún í frásögur Biblíunnar og leggur áherslu á að líkt og Job í Jobsbók, þarfnist fórnarlömb kynferðisofbeldis vina, fjölskyldu, kirkju og samfélags. Of oft gerist það sem Job fékk að upplifa, nefnilega að fólk misskilji þarfir þolendanna. I stað þess að auðsýna samúð fari t.d. prestar oft að tala um guðfræði. Það er yfirleitt ekki rétti tíminn til þess, segir Fortune. Það sem þolandinn þarfnist fyrst og fremst sé að heyra að hún eða hann sé góð manneskja og það sem hafi komið fyrir hana hafi verið rangt. Slík viðbrögð, segir Fortune, eru því miður ekki algeng. Reynslan sýni að þjáningar þolenda eigi sér ekki síst orsök í þögn og tómlæti umhverfisins og því merkingarleysi sem því fylgi. Það sem er verra en þjáningin, segir hún, er merkingarlaus þjáning. Fólk sem orðið hefur fyrir sálrænu áfalli leiti að merkingu í líf sitt. Það spyrji: af hverju gerðist þetta, af hverju varð ég fyrir þessu? Af hverju þarf ég að þjást svona mikið? Því sé auðvitað vandsvarað, ekki síst guðfræðilega, en þessar spurningar verði að hafa sinn tíma. Áður en að því komi að reyna að svara þeim þurfi margskonar „réttlát viðbrögð“ að eiga sér stað í ferlinu sem leiði að lokum til bata.20 Snúum okkur þá alfarið að þessum viðbrögðum sem um leið fela í sér svarið við spurningunni um hvernig vinna megi að því að skapa réttlæti fyrir þolendur kynferðislegs ofbeldis í sálgæslu kirkjunnar. Óskir þolenda kynferðislegs ofbeldis um réttlæti Réttlæti er nauðsynleg forsenda þess að þolendur kynferðislegs ofbeldis geti tekið skref í átt að bata og fyrirgefningu, segir Fortune.21 Þessi orð má 19 Fortune, Marie M. 2005. Sexual Violence, bls.130. 20 Fortune, Marie M. 2005. Sama rit, bls. 132—133. 21 Fortune, Marie M. 2005. Sama rit, bls.134. 103
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.