Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2011, Page 134
Ritgerð Sigurðar er skyldulesning fyrir okkur sem rökræðum trúar-
bragðafræðslu í skólum nú við upphaf annars áratugar 21. aldar. Ég geri ráð
fyrir að allir aðrir sem rökræða trúarbragðafræðslu fagni bók Sigurðar, hvaða
trúar- eða lífsskoðunarfélagi sem þeir tilheyra, hvort heldur Þjóðkirkjunni,
Ásatrúarfélaginu eða Siðmennt, eða eru óháðir félögum. Ég bið ekki félags-
menn Vantrúar um að verða sammála því hvað Sigurður kann að vilja um
trúfræðslu heldur bendi ég á að í bókinni og í Eftirmála sérstaklega er lagður
grunnur að upplýstri umræðu. Enda var Sigurður einn af þeim sem var
fenginn til að tala um efnið á málþingi sem stjórnmálaflokkurinn Vinstri
hreyfingin - grænt framboð hélt um málið, en í þeim flokki eru afar skiptar
skoðanir um tengsl kirkju og ríkis og tengsl kirkju og skóla. Ég man reyndar
sérstaklega eftir því að Sigurður hafði orð á því að hann langaði meira til að
predika yfir fundarmönnum en að ræða málið fræðilega, en auðvitað ræddi
hann grundvallaratriðin.
Lokaorð
Ef ritgerðinni er lýst í hnotskurn, þá er þetta vandvirknisleg, skipuleg,
fróðleg og vel skrifuð ritgerð, sem er byggð á frumheimildum af ólíkum
toga og ítarlegri yfirferð norrænna rannsókna til samanburðar við þróun á
Islandi. Ritgerðin er brautryðjendaverk með rætur í þekkingu og reynslu
höfundarins, Sigurðar Pálssonar, á vettvangi skóla og innan lútersku kirkj-
unnar á íslandi. í verkinu er trúaruppeldisfræðum, námskrárfræðum og
samanburðaruppeldisfræðum teflt saman við hefðbundnar sagnfræðilegar
aðferðir við að segja sögu af atburðum og þróun. Ritgerðin er mikilsvert
framlag til menntunarfræða og svo skemmtilega vildi til að hún var fyrsta
doktorsritgerðin varin við Kennaraháskóla íslands.
132