Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2011, Page 125
þess að gildi listaverksins felst í tjáningu eða „opnun“ veruleikans. í þriðja
lagi bendir höfundur á hrifningu Tiilichs með hliðsjón af kynjafræði, hér
er um móður og barn að ræða en í verkum hans er móðirin tákn þeirra
uppsprettu sem gefur þessum heimi líf, líkt og vatnið, hafið, móðurlífið.
Myndin leiðir einnig til umræðu um skilning Tillichs á listinni, hún, líkt
og allt sem til er, getur verið farvegur guðlegrar opinberunar til mannsins.
Loks í fjórða lagi bendir höfundur á orðalag Tillichs í þessari upplifun líkt
og öðrum, m.a. notkun á orðinu Durchbruch eða gegnumbrot, hin guðlega
náð brýtur sér leið til mannsins og grípur hann föstum tökum, samlíkingin
er ættuð frá fæðingu og er algeng í verkum Meister Eckharts án þess að
Tillich vísi til þeirrar róta svo séð verði (s. 41-44). Höfundur hefur hér
rakið allvel, hvernig djúpið er hvort tveggja í senn: ógnandi og óttalegt um
leið og það er uppspretta guðlegrar sælu og gleði, með því að nota ljóð hins
unga Tillichs og hrifningu hans frammi fyrir listaverkinu sem dæmi. Hvort
tveggja finnur hún einnig í verkum Júlíu Kristevu (s. 41).
Þriðji hluti: Firringin, leið tilfinninganna
Þriðji hluti ber yfirskriftina: Firringin: leið tilfinninganna (affectíva leiðin).
Þar fjallar höfundur um œvisögur Tillichs og endurminningar hans, tilgang-
urinn er að tengja umfjöllun hans um djúpið enn meir hans eigin lífsreynslu
ef það mætti verða til að skýra hugtakið í anda kynjafræði og kynferðis eins
og tilgangur doktorsritgerðarinnar er. I kaflanum er kafli um hið djöfullega
og guðlega, undirokun hins móðurlega og endurkoma þess, fjallað er um hin
fornu hugtök eros og agape, sem lengi hafa verið talin andstæðar en höfundur
ritgerðarinnar telur svo ekki vera og er þar í góðu samfélagi við Paul Tillich.
Leið tilfinninganna telur höfundur setja svip sinn á verk dulhyggjukvenna
á miðöldum en hvað þetta varðar rekur höfundur einnig áhrifin sem Tillich
var undir frá Schelling og Böhme. Hyldýpið í verkum Tillichs vísar til
sterkra tilfinninga, í guðfræði hans er dapurleiki, ótti, gleði, ást sem Kristeva
kallar effects, þ.e.a.s. tilfinningar, hún heldur því einnig fram að þar sé að
finna vísbendingar um skelfingar, höfnun og aðdráttarafl, sem sýni samband
við líkama móðurinnar, aðdáun og endurminningar sem feli í sér merkingu
en jafnframt ógn um að þeirri merkingu verði útrýmt. Höfundur rekur
þessar hugmyndir Tillichs um grundvöll og hyldýpi verundarinnar, þ.e.a.s.
guðdómsins, til kenningar Lúthers um hinn hulda og opinberaða Guð, eða
um þann Guð sem hyldur sig og afhjúpar (deus absconditus et revelatus) sem
hún tengir síðan orðræðu Kristevu.
123