Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2011, Page 80
kirkjuskilnings.4 Til að gera grein fyrir Lúthertúlkun þeirra Friðriks J.
Bergmanns og Sigurbjörns Einarssonar er nauðsynlegt að huga að tíðar-
anda þeirra. Leitast verður við að staðsetja umræðuna með hliðsjón af
þeirri mynd sem höfundarnir, hvor um sig, draga upp af samtíð sinni og
spinna þann þráð áfram.
2. FriðrikJ. Bergmann:
Lúther sem málsvari frjálslyndu guðfræðinnar
2.1 Islenskt samfélag um aldamótin 1900
íslenskt samfélag var einsleitt langt fram á 19. öldina með landbúnað
sem megin atvinnuveg, en fiskveiðar voru stundaðar út frá verstöðum
og nokkrum kaupstöðum. Trú og menning þjóðarinnar var í höndum
evangelísk-lúthersku kirkjunnar og þjónar hennar skipuðu fjölmennustu
sveit embættismanna samfélagsins. Samfélagslegar aðstæður voru þannig að
trúartákn voru hvarvetna sýnileg svo og trúariðkun. Trú og trúarsannfæring
réðst ekki beint af persónulegri afstöðu einstaklingsins, heldur af venju
og hefð sem var farvegur fyrir hana.5 Straumum og stefnum vestrænnar
menningar var miðlað inn í íslenskar aðstæður í gegnum prestastéttina. Hún
lagaði píetismann, upplýsinguna, rationalismann, frjálslyndu guðfræðina
o.s.frv.6 að trúarmenningu þjóðarinnar. Breytingar voru hægar og tóku sinn
tíma í íslensku bændasamfélagi þess tíma.
Upp úr miðri 19. öld urðu breytingarnar æ hraðari og má skýra það m.a.
með breyttum atvinnuháttum. Gjörbylting varð í skipaútgerð og ýmsar
tækninýjungar í fiskveiðum. Þéttbýlismyndun varð með allri standlengjunni
þar sem bæir og kauptún mynduðust með ný atvinnutækifæri fyrir alþýðu.7
4 Pétur Pétursson, „Þjóðkirkja, frelsi og fjölbreytni“, í: 7/7 móts viS nútimann - Kristni á íslandi,
IV. bindi, ritstj. Hjalti Hugason, Reykjavík 2000, 303-309, 366-368 [197-421]; Sigurður
A. Magnússon, Sigurbjörn biskup, œvi og starf, Reykjavík, 2. útg. 2008, 293-304; Gunnar
Kristjánsson, „Á grýttri leið til lýðræðis", í: Glíman 6, Reykjavík 2009, 191-220; Hjalti Hugason,
„'Nýtt' og 'heilagt' Skálholt. Hugmyndir Sigurbjörns Einarssonar um endurreisn staðarins eins og
þær endurspeglast í Víðförla 1947-1954“ í: STI30, 1. hefti, Reykjavík 2010, 61-64, 68, [51-84];
Kristín Þórunn Tómasdóttir, „Handbókin sem kirkjuspegill“, í: Glíman, sérrit 2, Reykjavík 2010,
178-179, [169-183].
5 Hjalti Hugason, „„... úti á þekju þjóðlífsins". Samband þjóðkirkju og þjóðar við upphaf 20.
aldar", í: Frjálslynd guSfrœði í nýju Ijósi, ritstj. Gunnar Kristjánsson, Glíman, sérrit 2, Reykjavík
2010, 102 [97-125].
6 Loftur Guttormsson, Frá siSaskiptum til upplýsingar - Kristni á íslandi, III. bindi, ritstj. Hjalti
Hugason, Reykjavík 2000, 357-360, 365-366; Friðrik J. Bergmann, Trú ogþekking, 72-90.
7 Friðrik J. Bergmann, ísland um aldamótin - FerSasaga sumariS 1899, Reykjavík 1901, 258-260;
78