Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2011, Side 89
að þrenningunni, sambandi guðlegs og mannlegs eðlis Jesú, ekki bindandi
að mati Lúthers.
Mælikvarði Lúthers er skýr í huga Friðriks: Ekki kemur mér allt við
sem í Biblíunni stendur. Sumt snertir mig, annað ekki. Það sem Guð
hefur skipað Abraham og Davíð, það hefur hann ekki boðið mér.55 Friðrik
bendir á að Lúther stilli fagnaðarerindinu upp gegn veruleika lögmálsins.
Maðurinn þurfi að greina á milli. Lögmálið sé margþætt og útlegging þess
í ritningunni, og af þeim sökum þurfi að athuga vel aðstæður þær sem
texti ritningarinnar fjalli um. í ritningunni sé fagnaðarerindið lagt í þétt
net lögmálsins, Biblíuna beri að skoða „sem reifana sem hann [Kristur] var
færður í, eða jötuna, sem hann var lagður í“.56 Inntak ritningarinnar sé
Kristur og þess vegna beri að greina á milli annars vegar Krists og hjálpræð-
isins, hins vegar ritningarinnar og bókstafs hennar.57 I ljósi þessa skilnings
geti Lúther sagt að jafnvel spámönnunum hafi skjátlast í spádómum sínum.
Friðrik telur augljóst að hér sé um að ræða forsendur sögurýninnar, þeim
hafi Lúther beitt í samræmi við vísindalega þekkingu samtíðar sinnar.
Friðrik segir að röksemd Lúthers hvíli á sambandi orðs og trúar. Hún byggi
á tengslum orðsins við trúartilfinninguna:
Þú verður með sjálfum þér í samvizkunni að finna til Krists og ótvíræðlega
til þess finna, að það er guðs orð, þó jafnvel allur heimurinn væri á móti
því. A meðan þú hefir ekki þessa tilfinningu, hefir þú enn þá vissulega ekki
bragðað guðs orð, en liggur með eyrun við munn og penna manna.58
Hann segir að Lúther tengi samviskuna við innri tilfmningu. Af því leiði
að „hver kristinn maður hafi réttinn til að rannsaka sjálfur hverja kenningu
og trú í öllum efnum eftir því sem reynsla sjálfs hans og hinn líknandi
kærleikur guðs bendir honum.“59 Maðurinn stendur þó ekki einn, segir
Friðrik, heldur með Kristi sem er mælikvarðinn og kjarni ritningarinnar.
Þess vegna sýnir ritningin mér Krist sem hið sanna orð Guðs, en hitt eru
umbúðir þess. Þetta segir Friðrik að sé sannfæring hins unga jafnt sem hins
gamla Lúthers.60 Niðurstaða hans er sú, að boðskapurinn um náðina, sem
maðurinn meðtaki í trú, sé æðsta úrskurðarvald í málefnum trúarinnar.
55 Friðrik J. Bcrgmann, Trú ogþekking, 57.
56 Sama rit, 179.
57 Sama rit, 62.
58 í Sama rit, 59 og er vísað í EA 28, 298.
59 Sama rit, 61.
60 Sama rit, 66.
87