Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2011, Page 138

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2011, Page 138
fremi sem þau eru viðurkennd og ljós í upphafi. Slíkur lestur hlýtur alltaf að gera auðmjúkar kröfur um eina tiltekna vídd eða spurningu, en ekki allsherjarsjónarhorn hlutleysisins. Aðferð Hauks Inga við lesturinn byggir á geðlæknisfræðilegri nálgun (psychodynamic) og með henni er brotið blað í lestri og túlkun á sagnaarfi Islendinga, því sjaldgæft er að íslenskar bókmenntir séu lesnar með þessum hætti. Aðferð Hauks Inga getur fyllilega staðið sem fullgild leið, valin úr hópi fleiri aðferðafræðilegra sjónarhorna til að lesa þessar sögur inn í nútíma aðstæður. í annan stað nefnir Haukur Ingi hversu yfirgripsmikill sagnaarfurinn er og getur þess að hann hafi fyrst og fremst notað sögur sem flestir Islendingar þekkja (bls. 24). Hér myndi margur hugvísindamaðurinn staldra við og velta fyrir sér hvernig þekkingu er komið áfram til kynslóða og hver fær að ráða því hvað telst þekking. Þriðja vandamálið sem Haukur Ingi nefnir er að þar sem rannsóknin sé þverfagleg, sé gagnrýni von úr mjög ólíkum áttum. Svar hans við þessum skorðum er að leita sem mest til heimilda um þær sögur sem hann nýtir sér hverju sinni (bls. 25). Haukur Ingi nefnir líka að mönnum beri ekki saman um hvernig skilgreina eigi ímyndunarafl. Að eigin sögn kýs hann að fýlgja hefðbundinni skilgreiningu á ímyndunarafli: „ The term imagination suggests a phenomenon involving pictures or mental images created ivithin the mind“ (bls. 25). Númeraruglingur hefur orðið við upptalningu á næsta vandamáli sem raun réttri ætti að vera númer fimm. Þar nefnir Haukur nokkur þau áhyggjuefni sem ég hef gert að umtalsefni varðandi þverfaglega afmörkun verkefnisins og segir á bls. 27: My reference in the title to „the Icelandic heritage“ means that I have filtered some of the Icelandic literary heritage with the intention of pointing out those examples of healing dynamics that fits my claims. This does not mean that I have explored all aspects of the Icelandic heritage of psychological healing and found all examples that might apply. That might provide scope for ongoing study. Athygli vekur að þær fimm skorður sem Haukur telur upp á rannsókn sinni lúta meira og minna að hinum hugvísindalega vinkli rannsóknar- innar, einkum þeim túlkunarfræðilega og sögulega. Þessi þáttur virðist valda mestum aðferðafræðilegum vandræðum. Ég tel því að Haukur Ingi hafi þegar glímt af krafti við spurningar í skriftunum sjálfum eins og þær sem ég hef sett hér fram. Ef hugmyndir eru uppi um frekari úrvinnslu doktorsverkefnisins gæti því verið ráðlegt að draga í land með þá kröfu að 136
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.