Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2011, Qupperneq 58
forsvari (hebr. nasi). Almanak Gyðinga var síðast samþykkt á slíku þingi árið
358 en vegna athugasemda Rómverja við þessi þing lögðust þau síðar af.30
Rabbí Hillel og síðar Rabbí íshmael (90-135 e. Kr.) þróuðu reglur (hebr.
(ft.) middot) um hvernig ritskýringu eða útvíkkun (midrash) á Lögmálinu
skyldi háttað en þær minna að suma leyti á reglur hellenískrar mælskufræði
um útvíkkun (gr. ergasía) á rökfræðilegum forsendum eins og rökhendum
(e. syllogisms) og kreijum (gr. chreia; (ft.) chreiai)?1 Eitthvert útbreiddasta
bókmenntaform rabbínsks gyðingdóms er responsa en það var fullmótað á
áttundu öld þessa tímatals og greinilega undir áhrifum hinnar hellenísku
og rómversku mælskufræði.32 Þetta form lagatúlkunar leysir í raun hinar
eldri reglur af hólmi en þeim sér víða merki í Mishna (sem merkir endur-
tekning) og Tosefta (sem merkir viðbót). Uppistaðan í þessum tveimur ritum
er almennt talin vera munnleg geymd Lögmálsins (e. Oral Torah) eða öllu
heldur munnlega varðveitt lagatúlkun. Safrai tileinkar þessa hefð Faríseum
(rabbínum) og arftökum þeirra í Tannaim (.Mishna hefðin) og Amoraim
(Gemara hefðin (í Talmút). Talmút (sem merkir lexía) er trúlega þekktasta
rit Gyðinga í dag en það samanstendur annars vegar af Mishna og hins vegar
af Gemara (sem merkir að rannsaka á grundvelli hefðarinnar) eða túlkun á
Mishna. Amoraim hefðin, sem varðveitt er í Gemara, er varðveitt í tveimur
útgáfum: annarri frá Gyðingalandi (e. The Palestinian Talmud) firá fimmtu
öld og hinni frá Babýlon (e. The Babylonian Talmud) frá sjöttu öld.33 Hin
munnlega lagatúlkun heldur áfram á meðal rabbínsks gyðingdóms í dag en
var hafnað af Saddúkeum og spekingunum að baki Dauðahafsritanna.34
30 Sigal, Halakhah, s. 47-50.
31 Sjá Karlfried Froehlich útg. og þýð., Biblical Interpretation in the Early Church 1984, s. 30-36
(um middot)-, Geoffrey H. Hartmann og Sanford Budick ritstj., Midrash and Literature 1986
(greinasafn eftir ýmsa sérfræðinga um midrahsiní)-, Vernon K. Robbins, The Tapestry of Early
Christian Discourse: Rhetoric, Society and Ideology 1996 (um ergasíd), s. 58-64; 77-89.
32 Sjá Peter J. Haas, Responsa: Literary History of a Rabbinic Genre 1996, s. 11-12.
33 Sjá Gafni, „Historical Background“, s. 24-33.
34 Shmuel Safrai, „Oral Tora“ 1987, s. 35. Safrai segir, „Thus, Oral Tora has reached us in the
form of the various collections: Mishna, Tosefta, Tannaic midrash collections on the Pentateuch
excluding Genesis, Amoraic midrash collections on the Pentateuch as well as on the Five Megillot
and on certain of the Prophets and Hagiographa, and the Babylonian and Palestinian Talmudim
based on the six orders of the Mishna. To this list should be added various individual collections
of midrash and aggada, some of them Tannaic, ... others Amoraic, ... and even much later works
like the Pesiktot on the Tora portions and sections from the Prophets“ (s. 35-36).
56