Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2011, Page 127
hugleiðingum tengjast þær hugmyndir um þrenninguna að fyrsta persóna
þrenningarinnar sé hyldýpið, í slíkum hugmyndum búa kenningar þeirra
Schellings og Böhme.
Áhugaverð er umfjöllun höfundar um þrenningarlærdóminn hjá Tillich
og tilraun hans til þess að endurtúlka hann í kvennaguðfræðilegu ljósi.
Það er skoðun hans að hin hefðbundnu þrenningartákn guðdómsins nái
ekki lengur að „ljúka upp hinni guðlegu dýpt“ (s. 145) og því þurfi að
„brjóta“ þau tákn og gefa þeim nýtt líf með nýrri túlkun. Það reynir hann
með því að skipta orðunum faðir, sonur og heilagur andi út fyrir orðin
hyldýpi, logos og andi. Þar er jafnframt lögð ný áhersla á hið móðurlega:
„fæðing, meðganga og umföðmun" (s. 146). Þessi tilraun Tillichs vísar til
áhugaverðrar áherslu í guðfræði hans lengst af þar sem hið kvenlega fær
sína stöðu í guðsmyndinni. Umfjöllunin um það efni fer hins vegar fram
í lokakaflanum. Ljóst er að það efni höfðar sterkt til höfundar sem „grefur
þar eftir gulli í guðfræði Tillichs“ (s. 187). Tillich er ljóst að hinn „kvenlega
þátt“ skortir mjög í guðfræði mótmælenda, maríudýrkunin boðar þar ekkert
gott, hún hefur lifað sitt skeið. Hann er gagnrýninn á þá hefð mótmælenda
að leggja þunga áherslu á heyrnina á kostnað sjónarinnar, í því efni er að
dómi höfundar, sem styðst við sjónarmið annarra, um karllega áherslu að
ræða þar eð sjónin sé nær hinu kvenlega. En það er guðsmyndin sem vegur
hér þyngst. Höfundur telur að Tillich hafi með orðunum „kvenlegur þáttur“
átt við það móðurlega og nærandi í tilvist mannsins (s. 194). Hið karllega
er stöðugt en hið kvenlega óstöðugt (s. 194), um það telur höfundur málið
snúast en einmitt af þeirri ástæðu hafi Tillich ekki fylgt málinu eftir til fulls:
heilagur andi er óstöðugur þáttur í guðsmyndinni. Hvað hyldýpið varðar er
það hvort tveggja í senn hjá Tillich: umfaðmandi og gleypandi, þ.e.a.s. það
er öðrum þræði ógnandi (s. 199).
Fimmti hluti: Guð ofax Guði
I lokakaflanum fjallar höfundur svo um guðshugtakið Guð ofar Guði:
apófatíska leiðin, hin neikvæða guðfræði (via negativa). Helstu þemu þar eru
„fæðingarhríðar og apofasis, móðurtákn og apofatískir leiðarvísar, óhreinar
varir“. Höfundur telur að sterkasta táknið á þessum vettvangi sé guðshugtak
Tillichs: „Guð ofar guðum.“ Sem hún telur vísa til hyldýpisins sem hin
trúarlegu, tímabundnu tákn spretta úr.
I niðurlagsorðum segir höfundur að hún hafi lesið um hyldýpið hjá
Tillich í ljósi kenninga líðandi stundar um málfar og tjáningu, um tilfrnn-
125