Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2011, Qupperneq 9
Formáli ritstjóra
Fyrra hefti Ritmðar Guðfrœðistofnunar árið 2011 er að vanda fjölskrúðugt að innihaldi.
Efnið skiptist að þessu sinni í þrjá flokka: Hefðbundnar fræðigreinar, umfjallanir um
doktorsritgerðir íslenskra guðfræðinga og ritdóma. I flokki fræðigreina ber fýrst að nefna
áhugavert erindi sem Dr. Anna Carter Florence hélt í byrjun árs 2011 við Guðfræði-
og trúarbragðafræðideildina en hún var þá gestur Guðfræðistofnunar Háskóla Islands
og Félags prestvígðra kvenna. Dr. Florence sem er prófessor í predikunarfræðum við
Columbia Theological Seminary, Decatur í Georgíufylki í Bandaríkunum er eftirsóttur
predikari, fyrirlesari og kennari í heimalandi sínu og erindi hennar sem Ritröðin hefur
fengið leyfi til að birta fjallar um hvort það sé mikilvægt að predikarar flyti eigin
predikanir eða hvort það sé í lagi að fá predikanir annarra „lánaðar“ á vefnum eða
jafnvel kaupa þær. Dr. Florence vefur saman sögu og samtíð í erindi sínu sem nefnist
Preaching in a Recession: Rick Warren, Carlemagne, Survivorman and You og niðurstaða
hennar er sú að hið rétta sé ætíð að leitast við að skapa predikanir sínar sjálfur, en
þó ætíð í samtali við annað fólk, því manneskja sem sé ein og einangruð geti ekki
predikað.
Grein Hjalta Hugasonar, Þróun sjálfstceðrarþjóðkirkju á öndverðri 20. öld. Sjálfstœði eða
aðskilnaður, er önnur í röðinni í greinaflokki sem hann hóf í síðasta hefti Ritraðarinnar
um þróun og framvindu hugmyndarinnar um sjálfstæða þjóðkirkju. I þeirri grein sem
nú birtist beinir hann sjónum að kirkjupólitík Þórhalls Bjarnarsonar sem var biskup
á árunum 1908 — 1916, og þá sérstaklega að kirkjuskilningi hans og hugmyndum
um kirkjuskipanina. Niðurstaða greinarhöfundar er að hugmyndir Þórhalls hafi orðið
æ róttækari eftir því sem leið á ævi hans og hafi beinst að því að hér á landi ættu að
starfa sjálfstæðir söfnuðir sem ákvæðu sjálfir hver væru innbyrðis tengsl þeirra.
Jón Ma. Asgeirsson ritar greinina Frá Esra tilMishna: Munnlegar og ritaðar lagahefðir
innan gyðingdóms ogífrumkristni. Þessi grein sem snertir bæði svið hins Gamla og Nýja
testamentis fjallar um lagahefðir gyðingdóms, frumkristni og rabbínsks gyðingdóms
sem mótast á svipuðum tíma og kristindómurinn. Greinarhöfundur fjallar um hvernig
lagahefðir voru flokkaðar á milli Júdeu og Gyðinga í dreifingunni og einnig um þau
vandamál sem lúta að meintri munnlegri varðveislu lagahefða áður en þær voru skráðar
á blað.
Grein Sigurjóns Árna Eyjólfssonar, Marteinn Lúther: Brautryðjandi frjálslyndis og
nýrétttrúnaðar, fjallar um guðfræðileg átök í íslensku kirkjulífi, um aldamótin 1900
annars vegar og um miðja tuttugustu öldina hins vegar, þar sem tekist var á um rétta
túlkun á Ritningunni og réttan skilning á inntaki siðbótarinnar. Höfundur beinir
sjónum að tveimur fulltrúum þessara tímabila, þeim Friðriki J. Bergmann sem er
fulltrúi nýfrjálslyndu guðfræðinnar í upphafi 20. aldar og Sigurbirni Einarssyni sem
aðhyllist díalektíska guðfræði og nýrétttrúnað. Niðurstaða greinarhöfundar er að margt
sé sameiginlegt hjá þessum guðfræðingum, ekki síst það að báðum er tamt að grípa
7